í afmælisgjöf
Sá myndarlegi lýsti því kampakátur yfir, í saltkjötsveislunni, að umhirða þessarar yrði í hans höndum. Sem er alveg rétt. Blómakona er ég ekki. Þ.e.a.s. umhirðu-blómakona er ég ekki.
Sá myndarlegi er þó ekki fróður um þarfir nýju frúarinnar á heimilinu. Fyrsta "gúgl" skilaði engum upplýsingum um þær. "Orkedía umhirða gúgl" skilaði einum, heilum link sem jafnvel styður þá hugmynd mína um að koma bleiku frúnni fyrir í klósettglugganum.
Eru e-r lesendur hér sem hafa reynslu, helst farsæla, af umhirðu orkedíu?
9 ummæli:
Hæ hæ, ég mundi ekki setja bleiku frúna þína út í glugga þar sem hún mun ekki þola hitastigið í glugganum núna og hvað þá hitabreytingarnar sem verða þegar sól skín á gluggan. Hafðu hana fekar á borði í nálægð við góðan birtuglugga. Það er best að hafa plöntuna í glærum potti og alls ekki setja venjulega mold á hana, heldur á hún að vera í "spæni". Fínt að gefa henni ca. einn bolla af vatni á viku, EN hún má alls ekki standa í vatni. Fínt að gefa henni áburð yfir vor og sumar tíman.
Gangi ykkur vel :o)
Bara svona að gamni og af því að það er svo gaman að vita þetta þegar manni hefur verið gefin þessi tegund af blómi: Orcidea er kölluð drottning blómanna og sagt er að með því að gefa hana þá sé maður að segja viðkomandi að hann sé mjög mikilvægur í lífi manns og að maður virði hann og elski skilyrðislaust.
Ég á þrjár svona sem blómstra fallega meira og minna allt árið. Þær eru í glugga sem snýr í suðaustur. Ég fylli utanyfirpottana af vatni einu sinni í viku, læt standa í 10-20 mínútur og helli því svo af. Annað ekki. Hef aldrei gefið þeim áburð eða neitt en þær launa mér vanræksluna ríkulega :)
Erla, kærar þakkir fyrir þessi góðu ráð og skemmtilega fróðleik! Er þetta ekki annars Erla, gamli granni og blómálfur?? : )
Nafnlaus, þakka þér sömuleiðis fyrir góð ráð sem greinilega virka. Vanrækslu segirðu, það hljómar jafnvel eins og ég gæti sjálf séð um hana... : )
Ég veit ekkert um svona blóm, en allt lifir hjá mér með ást, spjalli og söng. Svo mörg voru þau ráðin með kærri kveðju. Guðlaug Hestnes
Mér virðist búið að leysa úr spurningunni: Frúin situr við gluggann með jurtina í fanginu og syngur fyrir hana á milli þess sem hún hellir öllu umframvatni frá henni 600 sekúndum eftir að umhirðirinn vökvar. Niðurstaða; jurtin mun lifa okkur öll :)
Jú jú þetta er ég Erla gamli granni :o)
Guðlaug; nóg er af ást á heimilinu, þó nokkuð spjallað og ég á það til að bresta í söng: )
Ella; ætli þessi frú eigi ekki einmitt eftir að standa ein eftir : D
Auðveldasta blóm í heimi. Gef henni hálfan bolla að drekka einu sinni í viku og hún dafnar alltaf vel. Hún fær að vera í glugga sem fær sól á sig hluta úr degi. Eina blómið sem ég hef ekki náð að drepa :)
Ég hallast alltaf meira og meira að því að ég ætti að taka þessa umhirðu á eigin arma, ansi mikil sannfæring fólgin í því að þér hafi ekki einu sinni tekist að deyða slíka plöntu, Ella mín : )
Skrifa ummæli