fimmtudagur, 20. janúar 2011

Sam-loka

Í gærmorgun smurði ég mér samloku með smjöri og eggjum til að eiga í hádegismat í vinnunni. Eggjasamlokur eru í sérlegu dálæti hjá mér og fara í ofanálag sérlega vel með kaffisopa. Ég endaði engu að síður í súpu á mmmmm í hádegi gærdagsins, og labbaði því aftur heim með smurðu samlokuna. Ég hugsaði mér aftur gott til eggjaglóðarinnar í morgun, og ásetti mér að eiga samloku gærdagsins til hádegismatar núdagsins. Auðvita gleymdi ég samlokunni heima. Svona virkar þetta bara og er í góðu lagi mín vegna. Ég er nefninlega ástfangin. Alla daga. Jafnt og þétt. Svo á ég líka heilan pakka af FigRolls að narta í.

1 ummæli:

Ólafía Þorsteinsdóttir sagði...

við frænkurnar höfum þá allavega eitt sameiginlegt, að hafa dálæti á eggjasamlokum... ummm fæ vatn í munninn..! ;)