þriðjudagur, 19. ágúst 2008

Parmigiano-Reggiano

Í París kaupti ég mér tvenn parmeson-osta-stykki. Ég pakkaði þeim vandlega inn, stakk þeim ofan í ferðatöskuna mína og smyglaði þeim svo til landsins án þess að blikna. Þeir byrjuðu dvöl sína á Íslandi í ísskápnum hjá hjásvæfunni. Þaðan fóru þeir nokkrum dögum seinna í ísskápinn í vinnunni minni. Einhverjum dögum þar á eftir kom ég þeim loks í ísskápinn heima hjá mér.
Í gær bauð besta vinkona mín mér í heimsókn. Hún bauð upp á ristað brauð og spagettí – ég bauð upp á pestó og ákvað að tími væri kominn til að smakka ostana góðu. Ég passaði mig vel á að muna eftir ostunum þegar ég kvaddi hana rétt fyrir miðnættið, en á leið minni yfir túnið í átt að Skaftahlíðinni tók ég vinstrihandarsnú-beygju í átt að Samtúninu
.
Indæla hjásvæfan mín var svo elskulegur að minna mig á ostana í morgun þegar hann kyssti mig bless á efri hæðinni. Á neðri hæðinni var ég löngu búin að gleyma tilvist þeirra í ísskápnum. Er svo líka að uppgvöta mér til hálfgerðrar fegins-skelfingar að ég er ekki enn farin að fá mér fyrsta kaffibolla dagsins.

Það er eiginlega sérdeilis svakalegt þegar parmeson-ostar setja veröld manns á hliðina.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður matur er eitt af þrennu sem snýr veröldinni við, svo þetta er ekki svo skrýtið.

Frú Sigurbjörg sagði...

Þetta er auðvita hár-rétt hjá þér Kalli, enda er góður matur ekki bara góður matur. Hvað er annars hitt tvennt?

Nafnlaus sagði...

Umm... mig langar í parmeson.. En rétt hjá Kalla með góðan mat og svo giska ég á kynlíf... En já Kalli hvað er það þriðja ??..

G. Pétur sagði...

Eitthvað sem gerist eftir að hafa melt góðan mat? (eða þá frekar vondan?)

Nafnlaus sagði...

matur, kynlíf og ást en sjálfsagt má einstaklingsmiða listann og skipta einu þessu atriði út (það er þá persónubundið hvert þeirra dettur út)

Frú Sigurbjörg sagði...

Aftur kæri Kalli - hár-rétt hjá þér: )