föstudagur, 22. ágúst 2008

Brósi

Litli bróðir minn á afmæli í dag. Hann er svo sem ekkert lítill lengur, mun hávaxnari en ég og kominn með nokkur grá hár. Þar sem hann er ekki nema rétt rúmu ári yngri en ég deildum við herbergi saman mesta barnæsku okkar, og vorum ósjaldan klædd í föt í stíl. Þegar litli bróðir minn byrjaði í skólanum harðneitaði hann að læra að lesa því; Katla systir les fyrir mig. Ef e-r vogaði sér að stríða bróður mínum varð sá hinn sami að heygja orrustu við mig og slást undir húsvegg á skólalóðinni. Ég gat heldur ekki unað nokkurri stelpuskjátu að bjóða honum upp í dans í dansskólanum og í eina skiptið sem það tókst, hrinti ég skjátunni harkalega í gólfið.

Ég hef blessunarlega látið af þessari eigingirni en held þó áfram að þykja afskaplega vænt um hann. Hann er nebbla alveg ágætur.3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hammó með brósa þinn..
Hann er voða mikið krútt .. eins og þú :)

Góða helgi esskan og hafðu það gott í síðustu tjaldútilegunni í garðinum.. :)

Knúsíkremju
Kv, Túttan

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bróðurinn. Ég held það séu bara þeir bestu og flottustu sem eiga afmæli á þessum degi.
Kær kveðja og góða helgi,

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk fyrir báðar tvær!
Er annars alveg sammála þér Ragna, ég þekki bara gott fólk sem á afmæli þennann dag: )