miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Góð-verk

Ég gerði góð-verk í gær. Að vísu fyrir sjálfa mig en ég ætla samt að telja það með.
Ég hefi nefnilega ekki þrifið íbúðina mína síðan áður en ég fór út. Ég hef verið upptekin við brúðkaup, Fiskidaginn, sem maki á Vegagerðarfundi, fjölskyldumót í Vestmannaeyjum og svona almennt að hanga utan í hjásvæfunni, sem virðist óþreytandi á að bjóða mér í mat kvöld eftir kvöld. Gærkvöldið var þar engin undantekning nema að því leiti, að þrif-samviskubitið var við það að setja Frú Sigurbjörgu á hliðina, enda er ég vön því að þrífa samviskusamlega í hverri viku ásamt því almennt að ganga vel um heimili mitt. Ég ákvað því að setja fótinn niður og tilkynnti hjásvæfunni nú yrðu þrifin í forgang í mínu lífi, ég kæmi ekki í mat fyrr en þeim væri lokið.
Mér leið líka mun betur að verki loknu og með hreingerningarlyktina í nösunum íhugaði ég það í heila sek. að njóta þess bara að vera heima hjá mér, meira að segja kattarskömminn heiðraði heimilið með nærveru sinni. En – sem ég svo sem vissi – hjásvæfan mín er bara ómótstæðileg.


Mér þykir annars að setja fótinn niður skondið.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

dugleg stelpa :O) það er svona með þessar hjásvæfur þær eru algjörlega ómótstæðilegar og ómissandi sérstaklega hvað varðar heimaleikfimi og rauðvínsdrykkju.............
kossar og knús Béin þrjú og Hrólfur ásamt essunum tveimur !!!

Frú Sigurbjörg sagði...

Sér í lagi þegar hjásvæfurnar eru svona líka myndarlegar og rauðhærðar og allt það..

BHS hefur annars ágætann hljóm..

Nafnlaus sagði...

Í tilefni af þessum skrifum þínum þá var ég að senda þér póst sem fær þig til þess að hugsa þig um tvisvar áður en þú sleppir einhverju fyrir tilþrifin.
Hjásvæfurnar má ekki vanrækja.
Kær kveðja.

Frú Sigurbjörg sagði...

Hef enn ekki fengið póstinn en hlakka til að lesa hann Ragna: )