fimmtudagur, 7. ágúst 2008

París

Mér þykir gaman að spóka mig um í kjól á heitum degi, án þess að þurfa að taka lúffurnar með mér og hafa áhyggjur af því mér verði kalt. Mér þykir gaman að skoða fallegar byggingar og rölta í rólegheitum í stórborg með afslöppuðu andrúmslofti. Mér þykir gaman að drekka morgunkaffið utandyra í góðum félagsskap. Mér þykir gaman að fara í bakarí og sjá gamla konu setjast niður að hvíla sig, og hina viðskiptavinina sjá til þess, að hún sé afgreidd þegar röðin er komin að henni. Mér þykir gaman að drekka gott rauðvín og borða góða osta með. Mér þykir gaman að róla mér þó ég þori ekki lengur að hoppa þegar ég er komin á mikinn hraða. Mér þykir gaman að lenda í úrhellisrigningu sem er notaleg. Mér þykir gaman að babla á tungumáli sem ég varla kann.

Mér þykir gott að vera í fylgd með foreldrum sem hugsa fyrir nánast öllu. Mér þykir gott að vera minnt á það að þrátt fyrir við Íslendingar séum svo frábærir, þá mættum við oft vera mun kurteisari hvort við annað í daglega lífinu. Mér þykir gott að eiga indæla hjásvæfu til að sakna þegar ég er í útlöndum. Mér þykir gott að eiga góða vini sem hugsa til mín meðan ég er í burtu. Mér þykir gott að koma heim eftir gott ferðalag.

Er annars stokkin norður með myndarlega manninum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég þér hjartanlega sammála með þessar langanir.
Kær kveðja,

Nafnlaus sagði...

Ég er sko líka sammaála þér og Rögnu.. :)
Vona að þú hafir það sem bestast snúllan mín :)
Kveðja
Túttan

Nafnlaus sagði...

Vá, ég held ég hafi bara verið komin til Parísar í huganum þegar ég las þessa færslu. Góða ferð norður.
kv
Guðbjörg Oddsd.