miðvikudagur, 23. júlí 2008

Nafna

Sl. helgi hjá mér byrjaði eiginlega á fimmtudagskvöldinu þrátt fyrir að vinna part úr degi á föstudag.
Matreiddi pestólambalundir ásamt ofnbökuðu grænmeti handa okkur Guðmundi á fimmtudagskvöldinu. Eftir að hafa borðað ljúffenga máltíð, drukkið doldið rauðvín, hlustað á Gaye vin okkar, fíflast í kettinum og atast með myndavélina, drifum við Örnu með okkur á Boston að hitta Unni, Helgu Þórey og Kjartan. Kannski ekki það gáfulegasta sem hægt er að gera á fimmtudegi en öfga gaman.
Eftir stutta útgáfu af vinnudegi brunuðum ég og hjásvæfan svo í Þakgil á föstudeginum. Það var vægast sagt indælt að sofa í tjaldi, njóta góða veðursins, bjóða öðru fólki góðann daginn, drekka morgunkaffið undir berum himni, fara í langann göngutúr, hitta furðuverur nátturunnar og alls ekki slæmt að sjá glitta í hana nöfnu mína í fjarska.
Sunnudegi var svo eytt í almennt hangs sem er ljúft með indælli hjásvæfu.
Fórum og hittum kisurnar hennar Unnar í gær, eða jah, yfirskynið var vissulega að heimsækja Unni og þiggja gott kaffi hjá henni, en aðalaðdráttaraflið eru nýja kisa og nýjasta kisa – líklega Ísafold og Piparkaka. Þær eru svo fallegar og mjúkar og yndislegar og sætar og mala svo flott að mér klæjaði í kattarbeinið sem Unnur þvælir stundum um.

Og nú er kominn mið-viku-dagur – lífið er bara svei mér þá ein skrembilukka.

Engin ummæli: