mánudagur, 14. júlí 2008

Fía pía

Ólafía litla frænka mín á afmæli í dag. Ég man vel eftir því þegar þessi stelpa kom í heiminn en það sama sumar byrjaði ég sumarvist hjá systur minni, sem átti eftir að vara nokkur ár eftir það að passa gríslinginn og síðar systur hennar líka. Það var aldrei leiðinlegt að passa þetta litla skott, ef hún var ekki brosandi þá var hún hlægjandi og uppátektarsemina vantaði ekki. Mér er alveg sama þó hún Fía sé 21 árs í dag og eigi 2 fallega drengi með sambýlismanni sínum – hún verður alltaf litla skottið mitt.


9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Krúttlegur krakki hún Fía litla frænka þín :)

Nafnlaus sagði...

Ég var einmitt að tala við hana systurdóttur mína sem býr á Bornholm, en hún varð 55 ára 14. júlí, og óska henni til hamingju með afmælið. Það átti aða heita að ég væri að passa hana þegar hún var lítil - Ég var nefnilega heilum 7 árum eldri. Svona var þetta nú í den.
Með kveðju,

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk Jóhanna mín - hún er krútta enn í dag: )

7 ára segiru Ragna - ég var 12 ára þegar Fían mín fæddist og þykir mér nóg um er ég hugsa til baka: ) Án nokkurar óvirðingar við liðna tíma, þá held ég og vona að þetta sé einmitt liðin tíð - maður er í rauninni bara heppin að engir alvarlegir hlutir komu upp meðan maður axlaði ábyrgð fullorðinna, sem er jú að hugsa um börn: )

Nafnlaus sagði...

Ég fer alltaf að hiksta þegar þú minnist á að Ólafía sé tveggja barna móðir! :)

Nafnlaus sagði...

takk fyrir þessa flottu afmæliskveðju Katla mín ;) Það er nú spurning hvor er orðin hærri í dag ég eða þú? :D

Frú Sigurbjörg sagði...

Jah - fyrst þú orðar það svona Fía mín þá telst ég víst litla frænkan þegar kemur að hæðinni:D En þar sem ég skipti á óteljandi bleyjum á þér verður þú áfram litla skottið;)
Ragna - ég sé að ég hef gleymt að skrifa hvað mér finnst skemmtileg tilviljun að við skulum eiga systurdætur með sama afmælisdag, er systurdóttir þín ef til vill elsta barnabarnið í þínum systkynahóp eins og Fía mín? : )

Nafnlaus sagði...

já hverg getur gleymt því þegar hún fía pía fæddist þessi litla 'rassgatarófa' en mannstu þegar hún tók sig til og röflaði??!! en það stóð nú yfirleitt stutt og þá brosti hún með öllu andlitinu og þá vissi maður að nú væri vona á einhverju 'skammarstriki' þ.e. þegar litli stríðnispúkinn tók yfirhöndina hjá henni þessari litlu elsku sem á alltaf sérstakt pláss í hjarta manns :o)

Frú Sigurbjörg sagði...

Hver er nafnlaus? Ert þetta þú Bogga mín? : )
Já, hún gat nú alveg sett í brýrnar þessi elska, en hún var jafn vel farin að hlægja í hálfri tuðsetningu - það er enn þá auðvelt að fá hana til að hlægja: )

Nafnlaus sagði...

gleymdi að skilja eftir B. kossar og knús Bogga.