þar sem enginn frambjóðandi var frambærilegur að mínu áliti, er mikilvægt að minna sig á það jákvæða við niðurstöðu kosningana. Sú staðreynd að Halla Tómasdóttir bar sigur úr býtum er ánægjulegt fyrir þær sakir einar að það þýðir að Katrín Jakobsdóttir er ekki nýkjörinn forseti landsins. Lýkur þar með upptalningu minni á jákvæðum kostum tilvonandi forseta.
Datt ekki til hugar að fylgjast með kosningasjónvarpi gærdagsins en skemmti mér konunglega yfir Stellu í orlofi sem einhverjum árum síðar fór líka í framboð, þó ekki forsetaframboð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli