Þau voru ófá skiptin sem ég rölti úr Túnum í Hörpu tónlistarhús með mínum fyrrverandi til að hlusta á jazz. Múlinn á enn sinn miðvikudagssess svo ég ákvað að tími væri kominn til að endurnýja kynnin. Er ég arkaði í átt að stiganum sá ég starfsstúlku Hörpu í miðasölunni, af hálfgerðri rælni bauð ég henni góða kvöldið og spurði hvort Múlinn væri ekki enn á sama stað, á 3ju hæðinni? Sem betur fer því svo reyndist alls ekki vera, búið að færa jazzinn í allt annann sal. Ulrik Bisgaard Quintet sveik aldeilis ekki með ljúfum tónum og Suður amerískri sveiflu í bland. Tveir saxófónar, píanó, bassi, trommur og dönskuskotin enska í kynningum á milli laga.
Á fimmtudeginum fór ég svo á Food and fun með systur minni og dóttur hennar. Gúffuðum í okkur Gullsporða, bleikju- og humarsushi, lúðuchevise, andabringum og ostaköku svo fátt eitt sé nefnt. Töluðum einhver ósköp og stóðum svo á blístri á eftir.
Hef marg oft farið á Sushi social, líka á ansi eftirminnilegt Food and fun með piparúða í forrétt.
Samt var einhvernveginn öðruvísi að vera þarna. Það eru ekki bara hlutir og staðir sem ýmist haldast óbreyttir eða breytast. Kona breytist nefninlega líka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli