Eftir áratuga sambúð með safnhaug í garðinum á ég líkamlega erfitt með að henda allskyns stöffi í heimilissorptunnuna hér í nýju íbúðinni. Sat engu að síður pollróleg yfir kvöldmáltíð kvöldsins, við kertaljós og franskan djass. Sá flugelda út um eldhúsgluggann.
Fyrir margt löngu las ég blogg konu sem mælti með ákveðnu hvítvíni og ég ákvað í kjölfarið að prófa umritað vín. Síðan þá er konan löngu hætt að blogga en hvítvínið er engu að síður enn í miklu uppáhaldi hjá mér.
Já, það getur verið erfitt að vera manneskja og lífið er ekki bara leikur, það er líka dans á rósum. Að auki sakna ég kattanna minna mikið. Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
2 ummæli:
Svona eiga konur að vera, hugsa vel um sig, Vonandi færðu köttinn sem fyrst.
TAKK elsku vinkona! Hlakka svo mikið til að fá kettina til mín, þau Birtu og Bjössa, sem eru afar samrýnd systkini.
Skrifa ummæli