sunnudagur, 4. nóvember 2018

Örkin hans Nóa

OK, ég það til að vera óþolinmóð (næstum aldrei samt), þess vegna hugsaði ég nei, Magga systir myndi segja mér að hræra lengur þegar ég var eiginlega viss um að eggjahvítusykurhræringur Kitchen Aid-vélarinnar væri nægur. Svo ég lét þá rauðu snúa áfram þar til mér var allri lokið og ákvað að nóg væri nóg. Uppskriftin segir að hangi stöffið fast í skálinni, sé henni snúið á hvolf, þá séu eggjahvíturnar klárar. Nema ég var ekkert að ómaka mig við slíka smámuni en þar sem ég dreifði þessu í formunum tveimur hugsaði ég andskotakornið, Magga systir hefði nú hrært þetta lengur.

Nú verður ekki aftur snúið, ofninn var orðinn heitur og ég flýtti mér að skella formunum inn. Lyktin sem fyllir húsið er verulega góð en botnarnir sem myndast við að myndast þarna inni líta bara alls ekki neitt út eins og marengsbotnar!

Þessari færslu fylgja því engar myndir heldur þetta lauflétta, hressa lag sem ég mæli með að hlustað sé á til endaEngin ummæli: