föstudagur, 9. nóvember 2018

Annar í Örkinni hans Nóa


Að seinna sinni tók ég enga sjénsa og fylgdi uppskriftinni útí ystu æsar, snéri meira að segja skálinni á hvolf til að vera nú alveg viss um að hafa Mögguþeyting á sykurblönduðum eggjahvítunum. Viti menn, gumsið stóð stíft svo ég var fljót að skófla því í tvö form og henda inní ofn. 

Dró út skúffur og skellti allskyns slikkeríi frá Nóa og Síríus á borðið, að undanskildum kókosbollunum. Sótti jarðarber í ísskápinn. Þeytti rjóma. Fullt af rjóma. 

Morguninn eftir vaknaði ég snemma. Bræddi Nóa rjómakúlur og rjóma í potti. Stakk mér í sturtu meðan bræðingurinn kólnaði.

Eftir sturtu dundaði ég mér við að láta kúlusósuna leka yfir marengsturninn. Dreif mig svo í vinnuna með bombuna í farþegasætinu frammí. Getið sveiað ykkur uppá að vinnufélögunum leiddist ekki vitundar ögn að neyðast til að gúffa þessari dásemd í sig með morgunkaffinu

Fyrir áhugasama get ég staðfest að umrædd marengsterta (í síðustu 2 færslum frúarinnar) er að finna í nýjasta kökubæklingi Nóa-Síríus 

Príma bomba.

Engin ummæli: