
Dró út skúffur og skellti allskyns slikkeríi frá Nóa og Síríus á borðið, að undanskildum kókosbollunum. Sótti jarðarber í ísskápinn. Þeytti rjóma. Fullt af rjóma.

Eftir sturtu dundaði ég mér við að láta kúlusósuna leka yfir marengsturninn. Dreif mig svo í vinnuna með bombuna í farþegasætinu frammí. Getið sveiað ykkur uppá að vinnufélögunum leiddist ekki vitundar ögn að neyðast til að gúffa þessari dásemd í sig með morgunkaffinu
Fyrir áhugasama get ég staðfest að umrædd marengsterta (í síðustu 2 færslum frúarinnar) er að finna í nýjasta kökubæklingi Nóa-Síríus
Príma bomba.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli