hjálpaði ég systur minni að flytja. Bar marga kassa og troðfylltar töskur. Ferð eftir ferð eftir ferð eftir ferð. Ofan af 4. hæð niður á plan. Tómhent ofan af plani upp á 4. hæð aftur. Engin lyfta. Ég kjagaði í heila viku á eftir vegna verkja í kálfum. En, ég fékk laun og þau ekki lítil. Bogga systir gaf mér gamla vasann hennar ömmu Boggu
Síðasta sunnudag, sem reyndist vera mánudagur, sló ég Túnblettinn í fyrsta sinn. Fyrsti sláttur sumars var ekki létt verk. Merkilegt hvað einn blettur getur gengið í bylgjum og dældum þegar rennt er yfir hann sláttuvél. Verkjar í lófana og fékk engin laun*. Ætlaði að ræða það við þann myndarlega hvort það væri ekki orðið tímabært að helluleggja bévítans garðinn, en fékk það ekki af mér þar sem hann stóð og starði brostnum augum á kuldabarða rifsberjahengluna. Ojæja.
*Allar athugasemdir um laun erfiðisins eru vinsamlega afþakkaðar.