miðvikudagur, 8. febrúar 2012

Velti því fyrir mér -

Eftir að hafa fylgst með fésbókarvinum raða inn "fyrstu statusunum" sínum lét ég undan áhrifagirninni og tók þátt. Fór inn á app-ið svokallað og upphófst hið venjulega með því að taka þátt leyfir þú xxx að pósta á veggnum þínum, sækja upplýsingar á veggnum þínum, blablabla. Þessi partur hefur greinilega ekki breyst mikið í þessi 2 ár sem ég hef sniðgengið allt svona "leikjadæmi" á fésbók. Nema hvað, ég gat hafnað þessum óskum, áður fyrr var það ekki alltaf hægt, og samt fengið niðurstöðu. Barbabrella. Niðurstaðan var röng. Velti því fyrir mér hvort það taki á taugarnar að vera sjálfumglaður er ekki fyrsti statusinn sem ég birti á veggnum mínum. Ég man vel hvenær ég skrifaði þennan status og um hvað ég var að hugsa. Kannski var app-ið bara fúlt yfir því að fá ekki aðganginn sem hann/hún/það bað um. Kannski fær app-ið þennan aðgang hvorteðer og bara heimskinginn ég veit ekki af því. Líklega treystir app-ið á að fólk muni hreinlega ekki hvaða status var sá fyrsti. Ég til að mynda hef ekki hugmynd, veit bara að það var ekki þessi því hann er mér minnisstæður.

Mannst þú hver er þinn fyrsti fésbókarstatus?

5 ummæli:

Íris sagði...

Nei það man ég ekki :) og er ekki viss um að ég vilji vita það. Mér finnst þetta með aðganginn nefnilega svoldið svona fráhrindandi þó ég hafi stundum freistast.

Frú Sigurbjörg sagði...

Mér er nefninlega líka meinilla við þetta með að þurfa endalaust að leyfa e-n aðgang, finnst ég nógu berskjölduð fyrir : )

Hildigunnur sagði...

neibb veit ekki og Timeline sýnir það ekki. Held ekki að forritið sé í neinni fýlu, hef séð fólk birta niðurstöðuna og sú verið röng. Bara tómt rugl eins og öll þessi "hver er að stalka þig" forrit.

Nafnlaus sagði...

já ég man hver minn fyrsti ´status´var og er og hljóðar svo: ég er einvörðungu hér inni vegna handavinnuáhuga !!!!! og hef haldið því enda ef það er flett í gegnum vinalista og alla lista þá er handavinnan ríkjandi afl á minni fésbók :O) xxx stóra siss

Frú Sigurbjörg sagði...

Gat nú skeð að þú hefðir þetta á hreinu Elinborg!

Nkvl Hildigunnur, engin fýla, bara rugl.