fimmtudagur, 9. febrúar 2012

Talandi um app

þá hitti ég hann á bensínstöðinni í gær

Appaðu þig í gang - ætli hann starti Skódanum með appinu?

Ég var einmitt búin að velta því fyrir mér hvað þetta app væri eiginlega. Að sjálfsögðu er app vel snyrtur fermingardrengur hvítur karlmaður í jakkafötum. Ekki yrði ég hissa þó upplitaði skódinn væri farartæki svo strokinnar ímyndar. Það er víst ekki allt gull sem glóir.

3 ummæli:

Íris sagði...

Spurning hvort svona skodi höndli svona appstart. Annars sá ég einhverstaðar auglýsingu um daginn sem hljómaði eitthvað á þessa leið: Startaðu bílnum með símanum.

Nafnlaus sagði...

Appedipaff, hnu asnalegt orð með kærri frá okkur Bróa

Frú Sigurbjörg sagði...

Já, símar eru greinilega nýtanlegir til margs. Ég er ekki sérlega símavædd, en kannski er ég heldur ekkert tæknivædd. Meira gamaldags en nýjunagjörn... Hvar endar þetta? Og svo finnst mér "app" fáránlegt orð svo ég tek undir með þér Guðlaug. Eiginlega finnst mér það bara ekkert orð.