laugardagur, 18. febrúar 2012

Fölsk augnhár

Fór í Háskólann í dag og dró ljóð upp úr poka:

Haust

Gaman er að gánga

í úðanum og rýna
niðurí göturæsið

Í leit að perlum
eða krónkalli
eða bara vindlíngsstúf

Í úðanum, laugaður
tárum guðs

Á vit ástar
sem vafasamar heimildir
telja sterkari en dauðann

Fárast ekki yfir
grátnum í honum guði

Dást að því, hve haglega
götusóparar hafa
sópað föllnum laufum
saman í hrúgur

Dagur Sigurðarson (Hlutabréf í sólarlaginu, 1958)

Erum boðuð í boð með mat og þema. Þarf að fara að mála mig.

Engin ummæli: