Mikið sem það var indælt að keyra heim úr vinnunni í gær í birtu. Febrúarbirta já en birta samt. Meira undrið sem birta gerir fyrir sálartetrið. Líka fyrir tetur sem er glatt og sál sem er hamingjusöm. Rigning gærdagsins var þétt en létt. Minnti mig á vor. Sofnaði við gnauðið í vindinum sem hamaðist. Vaknaði snemma og vindurinn enn í ham. Snjóföl fyrir utan. Minnti mig á að enn er vetur.
Kaldur veturinn vekur upp hjá mér hlýju og snjór með því fallegra sem ég veit. Litasynfónía hausts og vors augnakonfekt og upphaf í báða enda. Þó jafnast ekkert á við sumar. Heitar tilfinningar, gleði, fyrirheit. Merkilegt þetta samspil árstíða, veðurs og manns.
Bráðum kemur rjómi og síðan súpa.
4 ummæli:
Alveg eins og talað út úr mínu hjarta, nema ég kann ekki að vera svona skáldleg. Þetta er falleg færsla hjá þér Katla. Sjáumst vonandi fljótlega.
Takk Þórunn mín, þetta kom einmitt frá hjartanu. Við Pétur þurfum að fara að leggja yfir heiðina aftur... vonandi fljótlega : )
Fallega orðað mín kæra. Árstíðirnar eru listaverk hver á sinn einstaka hátt alveg eins og mannskepnan :)
Takk fyrir Íris og sammála þér með þessa fallegu athugasemd : )
Skrifa ummæli