Sauðurinn mallar sauðaböku, dillandi skönkum í takt við Ofurdruslu. Glaður notar hann afurðir "úr garðinum"
Þrátt fyrir að sumarið eigi formlega að vera hafið, liggur snjóábreiða yfir garðinum. Gulu blómin og græna grasið standa þó sperrt, jafn viss og ég um að bráðum, bráðum kemur sumarið með sólina
Á meðan dafnar garðurinn okkar þolinmóður í gluggakistunni
Sólskinið er í hjörtum okkar beggja.
5 ummæli:
Hjartað er einmitt staðurinn þar sem alltaf á að vera sól. Hin sólin skín von bráðar líka og þá hitna hjörtun enn meira.
Njótið þess að vera ástfangin það er besta tilfinning sem til er.
Sólin er ljúf og yljar sama hvar hún er
Sammála ykkur ljúfu stöllur. Þið eruð ljúfir bloggvinir sem ylja mér með hlýjum bloggvinskap.
Sé ekki betur en að hlýjan og ástin rækti það sem í glugganum er líka. Takk fyrir góðar kveðjur mér til handa. Guðlaug Hestnes
Bloggvinskapur þinn er sannarlega ylur kæra Guðlaug. Þú átt ávalt mínar bestu kveðjur.
Skrifa ummæli