mánudagur, 18. apríl 2011

Hvenær er frí frí?

Í gær var ég svo gott sem í fríi, rétt rak inn nefið í verslanirnar og svaraði nokkrum símtölum. Ég fór líka í kaffi og þáði ljúffenga tertu og góðan félagsskap hjá systur minni, fór í Bónus og Blómaval með þeim myndarlega, lagði mig á sófanum og eldaði svo kvöldmatinn.

Hausinn á mér er enn fullur af allskyns hræringum og pælingum. Ég læt mér þó ekki detta til hugar að vonast eftir góðu vori, og því síður sumri, fyrr en eftir páskana. Ég leyfi mér samt að hlakka til að fara með þessa félaga út í garð

3 ummæli:

Ragna sagði...

Nú er sumardagurinn fyrsti næsta fimmtudag og þá sendum við vetrarveðrið út í buskann langt frá Íslandinu góða. Alltaf svo gaman að hafa eitthvað til að hlakka til. Gott að eiga garð og geta sett þá félagana út til þess að njóta þeirra þar.
Kær kveðja til þín mín kæra.

Frú Sigurbjörg sagði...

Gott að eiga garð og gott að hlakka til; sérstaklega gott að hlakka til sumars. Kær til baka til þín mín kæra.

Íris sagði...

Flottir félagar