mánudagur, 25. apríl 2011

Óvissa og glaðningur í veðráttunni

Þar sem ég var nokkuð örugg um að eiga frí þá daga sem búðin var lokuð yfir páskana, tók ég mig til og skipulagði smá óvissu-glaðning fyrir þann myndarlega. Pantaði herbergi á flottu hóteli og skipulagði göngu í nágrenni þess. Sá myndarlegi tók sig til og er búinn að vera veikur alla páskana. Ég lét það ekki stoppa mig. Pakkaði ofan í tösku meðan sá myndarlegi lagði sig á páskadagsmorgun, og kom henni fyrir í skottinu á bílnum. Beið svo, og beið, þar til sá myndarlegi vaknaði stynjandi af veikindum. Íhugaði að hætta við allt saman, af því veðurspáin var nú líka slæm, en ákvað svo að sá myndarlegi gæti allt eins legið veikur á hótelherbergi eins og heima, enda allar búðir lokaðar og ég ekki búin að kaupa í páskamatinn.

Göngutúr var úr sögunni en þeim myndarlega bauð ég í bíltúr, sér til hressingar, með útúrdúrum sem endaði á áfangastað. Fyrri pottferðin hefur pottþétt séð til þess að þeim myndarlega forskalaðist. Seinni pottferðin hefur örugglega slegið hann út. Ferðin var indæl og páskamáltíðin ljúffeng. Nú liggur sá myndarlegi örmagna á sófanum og mun að öllum líkindum ekki mæta til vinnu á morgun.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úpps... :D

Frú Sigurbjörg sagði...

Já, en vel þess virði samt : ) (segi ég og skrifa sem spratt fullfrísk fram úr rúminu í morgun... ehemm)