mánudagur, 9. maí 2011

Af ástföngnum göngugarpi

Fór í gær og fékk mér alvöru fjalladrullu á nýju gönguskónna mína


Hitti fallegan hund sem hlunkaðist með forsetann og Dorrit í eftirdragi. Hitti vinnufélaga sem hljóp upp og niður fjallið. Brann á hálsinum. Tók með mér aðra Esjujómfrú sem deildi sömu einörðu markmiðum og ég; að komast upp á topp og klára allt nestið áður en við kæmum aftur niður


Í gær kom svo fimmtugi unglingurinn minn heim úr strákaferðinni sinni af erlendri grundu. Gjafagóssið er gott og flott og fínt



Það jafnast þó ekkert á við að fá ástina aftur heim í fangið.
Það er besta gjöfin.

6 ummæli:

ella sagði...

Ég veit af eigin reynslu að það er rosalega gaman að geta sagst hafa farið á Esjuna eins og "allir" hinir.

Frú Sigurbjörg sagði...

Mér fannst skemmtilegast að liggja í grasinu, borða nestið mitt og njóta náttúrunnar í kring. Hefði vel getað lagt mig í báðum nestisstoppunum ef táningurinn hefði ekki dregið mig áfram.

Nafnlaus sagði...

Fínar myndir af göngugörpunum, en hvar er myndin af þeim sem dró hefðarfólkið?! Kærust í bæinn, Guðlaug Hestnes

Nafnlaus sagði...

Sýnist þú vera hin mesta fjallageit. Kv. Íris Gísla

Ameríkufari segir fréttir sagði...

Jáhá-ekkert betra en að fá ástina heim í fangið.

Lífið í Árborg sagði...

Flottar myndirnar af ykkur í fjallgöngunni. Frábært af ykkur að ná á tindinn, ég hef ekki orðið svo fræg, bara farið hálfa leið.
En það var auðvitað toppurinn hjá þér að fá ástina þína aftur í fangið.
Bestu kveðjur frá kattafólkinu.