föstudagur, 20. júní 2008

Nánast bein leið

Aðeins örfáar vikur eru síðan ég hitti hjásvæfuna fyrst á ónefndri ölstofu hér í bæ. Engu að síður er ég á leið á ættarmót með honum um helgina – geri aðrir betur. Jah, á reyndar góða vinkonu sem að öllum líkindum tæki þetta með stæl, og væri hreinlega gift manninum á þetta löngum tíma sem þó liðinn er.
Alla næstu viku ætla ég að dunda mér við að drekka kaffi á morgnana, fá viskhendur í endalausum heita pottsferðum, anda að mér íslenska sumarloftinu og hafa það náðugt með hjásvæfunni og börnunum – sem eru reyndar engin börn.

Myndavélin mín var í tæmingu á Seljavegi – kom þessi líka fína mynd af okkur.


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Öss, ertu að segja að ég sé feit!

Nafnlaus sagði...

Snillingur... ;)

Frú Sigurbjörg sagði...

Össnei! Bara að segja það upphátt hversu miklu hugrakkari þú ert en ég;)

Tútta - snillingur sjálf:)