síðan ég lagðist undir hnífinn. Illkynja ristilkrabbamein á lokastigi fjarlægt, taka tvö. Úr lifur að þessu sinni. Gekk svona líka ljómandi vel. Reyndar erfiðari aðgerð en síðast og batinn því örlítið hægari. Fleiri nætur á spítala og meiri þörf á verkjalyfjum en þó ekkert til að tala um.
Það var töluvert mikið erfiðara að vera greind aftur með krabbamein og töluvert mikið sárt að neyðast til þess að flytja aftur heim þvert á alla drauma. Án þess að hafa nokkrar heimildir, máli mínu til stuðnings, get ég vel ýmyndað mér að fæstum, ef nokkrum, sem einu sinni hafa verið greindir með krabbamein langi til að heyra þá greiningu aftur á lífstíðinni. Í mínu tilfelli var að auki þungbært að snúa aftur til lífs sem ég hafði þegar kvatt og neyðast til að kveðja líf sem ég var þegar búin að skapa mér.
Það var ekki skurðaðgerðin sem mig kveið fyrir heldur lyfjameðferðin með öllum sínum fylgifiskum. Rétt eins og áður var það fólkið mitt sem stóð þétt við bakið á mér og veitti mér styrk. Þrjár eldri systur, yngri bróðir og allir þeirra fylgifiskar. Fyrst og síðast, og allt þar á milli, mamma og pabbi. Án þeirra væri ég ekki svo mikið sem einu sinni til.
Rétt áður en ég flutti aftur heim, til að takast á við þær áskoranir sem lífið kaus að fleygja framan í mig, ákvað ég að láta annan langþráðan draum rætast. Til að gera það gekk ég sjálfviljug niður þennan stiga
10 ummæli:
Magnað
Lífið er sannarlega magnað en gaman væri að vita hver þú ert, nafnlaus...?
Elsku stelpan mín. Hugsa fallega og sendi orku og yl
Bestu þakkir nafnlaus en gaman væri að vita hver þú ert...?
Þú ert alveg mögnuð manneskja Katla.
Bestu þakkir kæri vinur.
Þetta er ég: Guðlaug Hestnes
Kæra vinkona, mikið er gott að heyra frá þér, þó fréttirnar séu bæði slæmar og góðr, hef mikið hugsað til þín, nú geng ég líka í gegnum svipaðan pakka, greindist með krabba í brisi fyrir hálfu ári, meinið er ekki skurðtækt en haldið niðri með lyfjagjöf á tveggja vikna fresti, þetta gengur furðu vel, laus viðverki og hár af höfðinu, en það er minsta málið. Nú er ég það hress að ég er að skipuleggja frí til Spánar um jól og áramót, hlakka til þess. Svo verður haldið áfram með lyfjagjöfina og vonað að hún gefi mér góðan tíma, langan eða stuttan. Bestu batakveðjur til þín, Þórunn frá Portúgal nú í Reykjavík.
Mig tekur það sárt að heyra að þú þurfir aftur að ganga i gegnum svona meðferð Katla mín. Lífið er svo sannarlega ekki alltaf sanngjarnt.
Ég sendi mínar bestu bataóskir.
Hjartans kveðja fá Rögnu gömlu Blogvinkonu
Ég elska þig, elsku vinkona og ekki gleyma því!!!!!!😘😘😘😘💖💖💖
Knús og kossar og fullt af ÁST!🩷🩷🩷🩷🩷💖💖💖💖💖
Skrifa ummæli