Í fyrsta skipti síðan ég fékk kosningarétt klæddi ég mig ekki uppá áður en ég fór á kjörstað, setti ekki á mig maskara og fór ekki einu sinni í brjóstahaldara. Ég ákvað að ganga á kjörstað og því klæddi ég mig eftir veðri.
Ég var í fyrra fallinu í morgun og fáir á kjörstað, kjörstað sem ég hef aldrei kosið áður á. Skilaði mínu atkvæði fljótt og örugglega og hélt svo áfram mína leið með svarta bakpokann á bakinu. Átti líka erindi í búð, á degi sem þessum þarf líka að sinna því hversdagslega eins og að kaupa mjólk og brauð og ostrusósu.
Í síðustu kosningum kaus ég Vinstri Græna ekki síst fyrir það að Katrín Jakobsdóttir var efst á lista í mínu kjördæmi. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég hafi óvart sett X-ið við D-ið og því kemur ekki til greina af minni hálfu að kjósa Vinstri Græna aftur. Enn í sama kjördæmi, þó í öðru hverfi sé, kaus ég ákveðinn flokk í fyrsta skipti enda nýr flokkur. Ég er ekki endilega hrifin af öllum sem skipað hafa verið í sósíalistasæti en ég treysti flokknum til að valda usla, þó ekki sé annað, og er þá gott betur en ég treysti öðrum á öðrum listum til að framkvæma yfir höfuð.
Hvort sem Katrín er á sporslu hjá Basset eða Marc Jakobs, finnst lakkrís góður eða kjóllinn bara svona skæslegur, þá er víst að hún er á margra vörum í dag fyrir vikið.
Sjálf er ég búin að fara út með ruslið og því líklega best að halda áfram með ritgerðasmíð um lýðhyggju
Engin ummæli:
Skrifa ummæli