fimmtudagur, 10. desember 2020

Af fimmtugri frú og köttum

Best að setja blómin í vasann sem þú gafst mér í fyrra í afmælisgjöf sagði systir mín. Með hæfilegri fjarlægð rifjuðu hún og mágur minn upp hliðargötuna í París þar sem þau snæddu kvöldverð fyrir ári síðan. Sjálf minnti ég þau á að ég hefði fylgst með Kókakólalestinni djöflast með hávaða framhjá blokkinni þeirra með blikkandi ljósum frá svölunum. Fyrir ári síðan var lestarverkfall í París og vont veður á Íslandi. Reyndum ekkert að rifja það upp hvenær við hefðum hist síðast enda flaug tíminn hjá í spjalli um eitthvað allt annað og skemmtilegra. 

Af öðrum góðum fréttum dagsins þá eru þessi tvö tveggja ára í dag 


Engin ummæli: