Talandi um systur
þá á Magga systir mín afmæli í dag. Magga er þriðja systirin og ég er sú fjórða. Árin eru fimm sem skilja okkur að í aldri. Í dag skilur haf okkur að en Magga systir mín frísportar sig í París ásamt sínum ektamanni. Síðast þegar Magga var í París dandalaðist hún um með litlu systur sína í eftirdragi og löngu tímabært fyrir hana að fara aftur. Alveg er ég viss um að París klæðir hana betur í dag.
Af öðrum góðum fréttum dagsins þá eru þessi tvö eins árs í dag
Engin ummæli:
Skrifa ummæli