miðvikudagur, 13. mars 2024

Konan hans Sverris...

 ...er áhrifamikil, snörp og skörp saga af ofbeldi sambýlismanns og barnsföður.

"Hann er ekki hann

heldur þeir.

Hann er bláeygur, brosmildur,

grímuklæddur, góðlegur

og vinalegur voffi.

Hann er úlfur.

Hann er grímulaus, ýlfrandi,

svarteygur, urrandi,

geltandi, gólandi, úlfur og hvutti.

Hann er þeir tveir."

Konan hans Sverris eftir Valgerði Ólafsdóttur. Útgefin af Benedikt bókaútgáfu, 2021.

mánudagur, 11. mars 2024

Liðið og ekki liðið

Muna hlustendur góðir eftir hinum heimsfræga (allavega á Íslandi) pöbb sem bar heitið Dubliners? Í vikunni sem leið ákvað ég að rifja upp liðna tíð og skellti mér á staðinn sem í dag ber heitið Tres Locos. Tilefnið að þessu sinni var sumsé ekki að belgja kviðinn með góðum Guinnes af krana heldur kýla vömbina af mexíkóskum mat. Var vísað til borðs á efri hæðinni. Brosti í kampinn er ég þræddi stigann upp, stigann sem ég hef hreinlega ekki tölu á hversu oft ég steig upp, og niður, í misjöfnu ástandi, þ.e.a.s. allt frá næstum því edrú, tipsý, vel tipsý, vel í því og jafnvel peðölvuð. Komst þó ávalt klakklaust upp stigann og niður aftur. Sömu sögu var að segja þetta kvöld þrátt fyrir að hafa fengið mér einn rjúkandi Pisco Sour eftir matinn. Fyndið að sjá Dubliners skrýddum mexíkóskum myndum, mexíkóskum munum og óma af mexíkanskri tónlist. Nei, enginn trúbador í boði, allavega ekki á þriðjudagskveldi.


Þau voru ófá skiptin sem ég rölti úr Túnum í Hörpu tónlistarhús með mínum fyrrverandi til að hlusta á jazz. Múlinn á enn sinn miðvikudagssess svo ég ákvað að tími væri kominn til að endurnýja kynnin. Er ég arkaði í átt að stiganum sá ég starfsstúlku Hörpu í miðasölunni, af hálfgerðri rælni bauð ég henni góða kvöldið og spurði hvort Múlinn væri ekki enn á sama stað, á 3ju hæðinni? Sem betur fer því svo reyndist alls ekki vera, búið að færa jazzinn í allt annann sal. Ulrik Bisgaard Quintet sveik aldeilis ekki með ljúfum tónum og Suður amerískri sveiflu í bland. Tveir saxófónar, píanó, bassi, trommur og dönskuskotin enska í kynningum á milli laga.

Á fimmtudeginum fór ég svo á Food and fun með systur minni og dóttur hennar. Gúffuðum í okkur Gullsporða, bleikju- og humarsushi, lúðuchevise, andabringum og ostaköku svo fátt eitt sé nefnt. Töluðum einhver ósköp og stóðum svo á blístri á eftir.
Hef marg oft farið á Sushi social, líka á ansi eftirminnilegt Food and fun með piparúða í forrétt.

Samt var einhvernveginn öðruvísi að vera þarna. Það eru ekki bara hlutir og staðir sem ýmist haldast óbreyttir eða breytast. Kona breytist nefninlega líka.

fimmtudagur, 7. mars 2024

630 kr. stakur miði í strætó

Í morgun tók ég strætó frá Barónsstíg í Glæsibæ. Hef ekki nýtt mér íslenskar samgöngur í háa herrans tíð. Förin var að mestu tíðindalítil og þokkalega ánægjuleg með góða tónlist í eyrunum á leiðinni. Þó þykir mér farið heldur dýrt. 

Í Glæsibæ átti ég tíma í sjónmælingu. Hef alla tíð haft mjög góða sjón en stuttu áður en ég flutti til Parísar neyddist ég þó til að gera mér ferð í Tiger og kaupa mín fyrstu lesgleraugu. Þau gleraugu nota ég enn en hugsaði þó með mér að það væri besta mál að láta mæla sjónina og fá almennilega úr því skorið hver staðan á henni væri, hvort Tiger gleraugu á styrk 1 væri málið. Eftir ítarlega skoðun, mismunandi stafaspjöld og svíðandi augndropa er niðurstaðan sú að ég á að halda mig við Tiger, 100% sjón á vinstri auga, 80% sjón á því hægra. Var tjáð að ég hefði verið með ofursjón áður en ellin skarst í leikinn og hugsanlega kæmist ég mest upp í styrk 1,75 í Tiger gleraugum með hækkandi aldri. 

Með þessa niðurstöðu í farteskinu ákvað ég að labba til baka á sjúkrahótelið. Rölti í gegnum Laugardalinn, fór göngubrúna yfir í túnin, gekk götuna sem ég bjó við. Staldraði við húsið sem ég flutti inn í vegna þess að ég elskaði mann svo heitt. Leiddi hugann að ástinni sem teymdi mig þangað, hamingjunni sem hélt mér þar, erfiðleikunum og vonbrigðunum sem teymdu mig þaðan út ríflega áratug síðar. 

Fyrr á gönguferðinni sá ég annað hús sem ég tengdi við námsefni tímans sem ég er að bíða eftir að hefjist hvað úr hverju. Kannski segi ég ykkur frá því síðar. Eitt get ég þó sagt ykkur með nokkurri vissu; það fæst ekki allt séð með sjón.

föstudagur, 2. júní 2023

Egg og beikon í morgunmat

Skurninn á frönskum eggjum er harðari en á þeim íslensku. Í ófá skiptin sem ég steiki egg, og ég steiki oft egg, þá lendi ég í tómu tjóni við að brjóta skurninn og enda of oft á því að sprengja rauðuna sem er meira en bagalegt þar sem sem rauðan er uppáhalds parturinn minn af egginu. Það liggur því í augum uppi að franskur skurn hljóti að vera harðari en íslenskur skurn. Nema frúin sé harðhentari heima á Íslandi, getur það verið? Og ef svo er þýðir það þá að frúin sé linhentari í Frakklandi? Get umhugsunarlaust sagt ykkur að ég kýs linsoðin egg fram yfir harðsoðin en einu eggin sem ég myndi hugsanlega fúlsa við eru hrá egg. 

Franska beikonið skreppur meira saman en það íslenska í ofninum og tíminn í Frakklandi er alveg jafn fljótur að líða og tíminn heima. Lífsins gátur og leyndardómar og allt hitt gúmmið, þar hafið þið það.

fimmtudagur, 1. júní 2023

Franskir dagar frúarinnar

Í fyrradag hringdi ég í mömmu til að óska henni til hamingju með afmælið. Var nokkurn veginn líka að elda á sama tíma, svo kölluð löng eldamennska. Símtalið við mömmu var stutt, rétt um 1,5 klukkutími, ekki neitt neitt og það á afmælisdegi og eldamennskan töluvert lengri. 

Í gær voru tvö ár liðin síðan ég kom heim í Veghús um miðjan dag, opnaði kampavín og skálaði við sjálfa mig og kettina. Tilefnið og enda ærið, úrskurðuð krabbalaus af doktor krabba. Krabbameinið var mikilvægur hlekkur í keðju tannhjóls sem enn snýst en þrátt fyrir að eiga kælda ekkju í ísskápnum þá datt mér ekki einu sinni til hugar að skála fyrir gærdeginum. Óhuggulegt til þess að hugsa að frúin sé orðin svona lingeðja af búsetu sinni erlendis.

Í morgun var espresso kannan með uppsteyt, í staðinn fyrir að spúa kaffi upp um stútinn rétt lympaðist kaffilituð froða þar upp, vatnsgufan stímaði hins vegar af fullum krafti út um ventilinn á hlið könnunar. Afraksturinn varð því rétt um einn bolli, í minni kantinum, og rótsterkur jafnvel fyrir sjóaða kaffidrykkjukonu sem frúin þó er. Könnuna keypti ég í Monoprix fyrir ekki svo löngu og nú þegar hef ég gúgglað ýmsar ástæður og lausnir á vanda þessum sem liggur í augum uppi að er alvarlegur. Ég neyddist því til að hella uppá í morgun, vildi ekki betur til en svo að sá kaffisopi var lapþunnur.

Það er vandlifað í henni veröld og það getur reynst erfitt að vera manneskja, enda eru ekkert allir góðir í því. Þó er vert að hafa í huga að lífið er ekki bara leikur, það er líka dans á rósum.

sunnudagur, 7. maí 2023

Milli þess sem sólin brýst út

dembast úrhellis skúrir af Parísar skýjum ofan. Í gærkvöld lét ég svalahurðina standa opna er ég fór að sofa, lét rigningardembuna bía mér í svefn. Í morgun fór ég í þunna regnjakkann utan yfir stuttermabolinn er ég arkaði í bakaríið. Kom ekki einungis regnvot til baka heldur löðursveitt að auki, hitamollan eins og hnausþykk lopapeysa þarna úti í dembunni.

Daney systurdóttir mín er í heimsókn hjá mér en svo skemmtilega vill til að okkar fyrsta ferð til Parísar var einmitt í félagsskap hvor annarar og reyndar systur minnar líka, mágs míns og systur Daneyjar, Daney og enda 11 ára þá. Vorum einmitt að rifja upp hitaskúrinn sem við upplifðum í ferðinni góðu, hvorug okkar hefur gleymt því þegar hellidemba steyptist yfir okkur snemma kvölds en merkilegt nokk, rigningin var bæði frískandi og hlý, engin þörf á regnjakka og kjólarnir fljótir að þorna.

Síðan hafa liðið þó nokkur ár og nú ferðast Daney með Evrustjörnulestinni til að heimsækja aldraða móðursystur sína í París, sjálf búsett í Lundúnum. Svona breytist sumt og annað ekki.

sunnudagur, 5. mars 2023

Future lives matter

Ran across an article on BBC that read "Do people yet to be born have climate change rights?" My immediate response to the question is an absolute yes. In fact I believe climate change is more of a concern for future generations than older generations, simply put because of this:


In my personal opinion future generations have always been affected by the doings of older generations, whether it be because of wars fought, plagues or pandemics spread, inflations or economic stability, governments elected, protests and marches, kind words or spread of love, whether sufferings or prosperity, all is handed down from one generation to another meaning that whatever we choose to do, or not do, today will affect the generation to come. Therefore this resonates directly to all of UN's 17 sustainable goals, starting with poverty and ending in partnerships for all goals, every single one of them benefits the survival and well being of humankind and what is humankind if not one generation to the next?

Not having children myself it has never ceased to amaze me when I come across people that e.g. will shrug climate change off with the lame argument that "I will be long dead before that happens" and then to find out that that very person has children and maybe even grandchildren as well. That very person should indeed have any and every interest of securing the well being of any of their future offsprings as a personal interest and not only concerning climate change. For all my adult life I have gladly paid taxes knowing that they are needed to build prosperous societies and I have carefully tried to vote for what I believe to have the best influence to build a well being for all, rich or poor, with sustainable interiors such as public health care, public schools, equality for all and so on. Again, it never ceases to amaze me coming across parents that to me do not think further than their own noses. Well being for all means well being for all your children and future children to come 


The article that sparked this blog is well worth the read, I urge you to click the top link and give it a read. It gives a very good insight on how young people today feel that they have a lesser voice compared to the older generation and how important it is for them to be given the chance to be more active participators in what is their own future. It's also very interesting to learn of the world's first ever future generations commissioner, Sophie Howe, positioned as one in Wales. I hope we will see many more to come in the very near future, not only in every country but in as many governments and companies as possible, including the UN (who have in fact said that they will be making such a position a reality within their organization) as every single sustainable goal certainly needs a spokesperson for future generations


While you're at it, please click also the 2nd link in this blog and find out everything you can about UN's 17 sustainable goals, they matter to us all.