Ætlaði að halda áfram að ganga frá dóti í kvöld og elda mér núðlurétt. Systurdóttir mín bjargaði mér frá því með því að bjóða sér í heimsókn. Henni sagðist vera alveg sama þó ég væri komin í náttfötin, ég þyrfti ekkert að klæða mig upp fyrir hana. Engu að síður reif ég humar úr frysti og henti í kalt bað, á að sjálfsögðu líka kælda kampavínsflösku.
Nú sit ég hér í eldhúskróknum í nýju íbúðinni minni á rauðum náttfötum, búin að hrista í einn kokteil og tendra á kertum. Systurdóttir mín er yfirleitt ekki að gera mikil plön fram í tímann og er annálaður næturgöltrari, það er því best að bíða með að bræða hvítlaukssmjörið þar til hún er komin.
En þegar hún kemur, þá verður gaman. Getið sveiað ykkur upp á það og legg því ekki meira á ykkur að sinni.
laugardagur, 25. janúar 2020
fimmtudagur, 23. janúar 2020
Karlafar nýfráskilinnar konu
Þar sem ég sat í bílnum, fyrir utan bankann, og ætlaði að fara að ræsa bifreiðina vatt sér karlmaður inn og settist í farþegasætið við hliðina á mér. Ef ég ætti að giska myndi ég skjóta á að hann væri c.a. 5 árum eldri en ég og af klæðaburði gæti ég einnig ályktað að maðurinn sé iðnaðarmaður. Með fullri vissu get ég staðhæft að honum krossbrá er hann sá mig, baðst afsökunar í bak og fyrir meðan ég skellihló. Eymingjans maðurinn ætlaði sumsé að hlamma sér í bifreiðina sem var lagt við hliðina á mínum bíl.
Í dag, eftir vinnu, hleypti ég karlmanni inn í íbúðina mína. Ef ég ætti að giska þá gæti ég trúað að hann væri á mínum aldri, ef ekki örlítið yngri. Ég veit fyrir víst að hann er iðnaðarmaður. Hann skildi skóna sína eftir fyrir utan íbúðina mína, mældi glerið í verandarhurðinni minni í bak og fyrir, skráði tölur í skrifblokk sem hann hafði meðferðis, var líka með tölur skrifaðar á handarbakið. Skoðaði kattalúguna sem ég keypti í gær í krók og kima, arkaði svo með hana undir handleggnum útí veðrið. Sagðist verða í sambandi.
Var rétt í þessu að fá svo hljóðandi (eða lesandi) sms; Hver er þetta
Ekkert spurningamerki, enginn punktur. Tvær hringingar fylgdu í kjölfarið úr þessu sama númeri sem ég þekki ekki, þar af leiðandi svaraði ég ekki. Af röddinni, sem talaði inn á talhólfið mitt, að dæma get ég ályktað með nokkurri vissu að hringjandinn er karlmaður. Aldur og fyrri störf verður að liggja á milli hluta.
Í dag, eftir vinnu, hleypti ég karlmanni inn í íbúðina mína. Ef ég ætti að giska þá gæti ég trúað að hann væri á mínum aldri, ef ekki örlítið yngri. Ég veit fyrir víst að hann er iðnaðarmaður. Hann skildi skóna sína eftir fyrir utan íbúðina mína, mældi glerið í verandarhurðinni minni í bak og fyrir, skráði tölur í skrifblokk sem hann hafði meðferðis, var líka með tölur skrifaðar á handarbakið. Skoðaði kattalúguna sem ég keypti í gær í krók og kima, arkaði svo með hana undir handleggnum útí veðrið. Sagðist verða í sambandi.
Var rétt í þessu að fá svo hljóðandi (eða lesandi) sms; Hver er þetta
Ekkert spurningamerki, enginn punktur. Tvær hringingar fylgdu í kjölfarið úr þessu sama númeri sem ég þekki ekki, þar af leiðandi svaraði ég ekki. Af röddinni, sem talaði inn á talhólfið mitt, að dæma get ég ályktað með nokkurri vissu að hringjandinn er karlmaður. Aldur og fyrri störf verður að liggja á milli hluta.
laugardagur, 18. janúar 2020
Lífsvöndur
Eftir heita sturtu og heitt kaffi reif ég mig upp úr ruggustól ömmu Boggu og sleit mig úr greipum Jussa. Dreif mig út í bjarta, snjóhvíta stilluna, andaði að mér fersku loftinu og gekk af stað. Fallegt já en skítkalt. Kom heim með grænann, bleikann og appelsínugulann vönd í fanginu og rauðann kuldaroða í kinnum.
Í nýju íbúðinni minni er komin þvottavél sem lætur vart í sér heyra, þráðlaust net og flatt sjónvarp, ný sturta sem kætir frúnna á hverjum morgni og nýtt rúm sem bíar henni í svefn á hverju kvöldi. Pabbi tengir og festir, setur saman, græjar og gerir, staðfestir fyrrum fullyrðingar stelpunar sinnar. Ekki að mamma gefi honum neitt eftir, tekur upp úr hverjum kassanum af öðrum sem stúlkan brunar með milli túns og húss, vaskar upp, þrífur, eldar og heldur nánast óslítandi flaumi af kaffi.
Síðan síðast er ég búin að fá kótelettur með raspi, soðna ýsu stappaða með kartöflum og smjéri og kjöt í karrí. Blómvöndurinn fagri sperrir sig með appelsínugulum amaryllis fyrir miðju. Sjálf sperri ég mig rogginn fyrir miðju með góða foreldra sem standa þétt við bakið á mér.
Í nýju íbúðinni minni er komin þvottavél sem lætur vart í sér heyra, þráðlaust net og flatt sjónvarp, ný sturta sem kætir frúnna á hverjum morgni og nýtt rúm sem bíar henni í svefn á hverju kvöldi. Pabbi tengir og festir, setur saman, græjar og gerir, staðfestir fyrrum fullyrðingar stelpunar sinnar. Ekki að mamma gefi honum neitt eftir, tekur upp úr hverjum kassanum af öðrum sem stúlkan brunar með milli túns og húss, vaskar upp, þrífur, eldar og heldur nánast óslítandi flaumi af kaffi.
Síðan síðast er ég búin að fá kótelettur með raspi, soðna ýsu stappaða með kartöflum og smjéri og kjöt í karrí. Blómvöndurinn fagri sperrir sig með appelsínugulum amaryllis fyrir miðju. Sjálf sperri ég mig rogginn fyrir miðju með góða foreldra sem standa þétt við bakið á mér.
fimmtudagur, 9. janúar 2020
Ástin lætur ekki að sér hæða
Ég kynntist honum daginn sem ég flutti í Veghús. Vill til að hann býr í sama húsi og ég, á hæðinni fyrir neðan. Það er óhætt að segja að það hafi verið ást við fyrstu kynni. Á hverjum degi hlakka ég til að taka lyftuna niður til hans og mér líður vel í hvert sinn sem ég tek lyftuna aftur upp frá honum. Nýja ástin í lífi mínu heitir bílakjallari.
Lykillinn sem gengur að bílakjallaranum er aðeins lengri en venjulegur lykill, það er því einfalt að rata ávallt á þann rétta. Til að komast aftur út um sömu hurð þarf ekki lykil og því er engin þörf á neinum málamiðlunum. Hið fullkomna samband?
Var rétt nýstigin inn í andyrið á Veghúsum eftir vinnu í dag er ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt lyklakippunni minni í bílnum. Í bílakjallaranum. Út úr lyftunni kom maður sem ég flaug á með mínu blíðasta brosi en hann reyndist vera gestur í húsinu. Í veikri von áræddi ég að kippa í húninn, ef ske kynni að hurðin hefði ekki alveg fallið að stöfum en nei, ég var búin að læsa sjálfa mig úti inni í andyri míns eigin fjölbýlis. Engar málamiðlanir þar.
Þar sem ég stóð tvístígandi og ætlaði að fara að hugsa ráð mitt lukust dyrnar upp. Inn steig kona sem krossbrá, hafði ekki átt von á neinum vomandi við dyrnar. Ég var fljót að kynna mig með mínu breiða brosi og í ljós kom að við búum ekki bara í sama fjölbýlinu heldur á sömu hæðinni.
Svona getur nú lífið verið bráðskemmtilegt, legg ekki meira á ykkur elskurnar.
Lykillinn sem gengur að bílakjallaranum er aðeins lengri en venjulegur lykill, það er því einfalt að rata ávallt á þann rétta. Til að komast aftur út um sömu hurð þarf ekki lykil og því er engin þörf á neinum málamiðlunum. Hið fullkomna samband?
Var rétt nýstigin inn í andyrið á Veghúsum eftir vinnu í dag er ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt lyklakippunni minni í bílnum. Í bílakjallaranum. Út úr lyftunni kom maður sem ég flaug á með mínu blíðasta brosi en hann reyndist vera gestur í húsinu. Í veikri von áræddi ég að kippa í húninn, ef ske kynni að hurðin hefði ekki alveg fallið að stöfum en nei, ég var búin að læsa sjálfa mig úti inni í andyri míns eigin fjölbýlis. Engar málamiðlanir þar.
Þar sem ég stóð tvístígandi og ætlaði að fara að hugsa ráð mitt lukust dyrnar upp. Inn steig kona sem krossbrá, hafði ekki átt von á neinum vomandi við dyrnar. Ég var fljót að kynna mig með mínu breiða brosi og í ljós kom að við búum ekki bara í sama fjölbýlinu heldur á sömu hæðinni.
Svona getur nú lífið verið bráðskemmtilegt, legg ekki meira á ykkur elskurnar.
mánudagur, 6. janúar 2020
Darraðardans
Kreisti heldur mikinn sítrónusafa yfir laxinn og hefði mátt strá minna salti yfir lárperuna. Spínat, sólþurrkaðir tómatar og feta ostur jöfnuðu ójöfnuna út. Sancerre skolaði svo blöndunni mjúklega niður kokið á mér.
Eftir áratuga sambúð með safnhaug í garðinum á ég líkamlega erfitt með að henda allskyns stöffi í heimilissorptunnuna hér í nýju íbúðinni. Sat engu að síður pollróleg yfir kvöldmáltíð kvöldsins, við kertaljós og franskan djass. Sá flugelda út um eldhúsgluggann.
Fyrir margt löngu las ég blogg konu sem mælti með ákveðnu hvítvíni og ég ákvað í kjölfarið að prófa umritað vín. Síðan þá er konan löngu hætt að blogga en hvítvínið er engu að síður enn í miklu uppáhaldi hjá mér.
Já, það getur verið erfitt að vera manneskja og lífið er ekki bara leikur, það er líka dans á rósum. Að auki sakna ég kattanna minna mikið. Legg ekki meira á ykkur elskurnar.
sunnudagur, 5. janúar 2020
Fylgifiskar skilnaðar
Búin að bera níðþunga bókakassa, kerti í potti, fleiri kíló af hljómplötum, áfengi í kössum utan af kisumat, föt í svörtum plastpokum og kokkablöð í bútasaumstösku frá mömmu.
Með prentsvertusvarta fingur hef ég tekið bolla, undirskálar, diska, vasa og kertastjaka upp úr kössum, svo fátt eitt sé nefnt. Hef neyðst til að vaska mikið af þessu upp áður en ég gat gengið frá því inní skápa. Ekki að ég sé að fara að flytja á næstunni en nennið þið að minna mig á að nota ekki Fréttablaðið aftur til að pakka niður brothættu dóti?
Föstudagskvöld fór ég út að borða með frábærum vinkonum og naut mín í þeirra góða félagsskap. Vaknaði örlítið rykug á laugardagsmorgni en lét það ekki stoppa mig í að klára lestur á Vetrargulrætum Rögnu Sigurðar. Dreif mig því næst í Samtún og pakkaði og pakkaði og keyrði svo smekkfullann bíl heim í Veghús. Eyddi laugardagskvöldi í að taka uppúr kössum og pokum og töskum og ganga frá. Já, og þvo mér um hendur, prentsvertuhendur.
Í morgun keyrði ég út úr bílakjallaranum með gleði í hjarta og bílinn fullann af tómum pappakössum sem ég fyllti í Samtúni. Um miðbik dagsins beilaði ég á yndislegri vinkonu sem var búin að bjóða mér á forsýningu í bíó í kvöld. Keyrði smekkfullann bíl heim í Veghús með grátbólgin augu. Í dag eru 12 ár síðan ég hitti Pétur fyrst. Veit ekki alveg hvort það var sú tilhugsun eða að fylgjast með Samtúninu hálftæmast sem ærði skilnaðarblúsinn upp í frúnni.
Hvort heldur sem er þá var ég döpur og meyr í dag, meyr og döpur og skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það.
Með prentsvertusvarta fingur hef ég tekið bolla, undirskálar, diska, vasa og kertastjaka upp úr kössum, svo fátt eitt sé nefnt. Hef neyðst til að vaska mikið af þessu upp áður en ég gat gengið frá því inní skápa. Ekki að ég sé að fara að flytja á næstunni en nennið þið að minna mig á að nota ekki Fréttablaðið aftur til að pakka niður brothættu dóti?
Föstudagskvöld fór ég út að borða með frábærum vinkonum og naut mín í þeirra góða félagsskap. Vaknaði örlítið rykug á laugardagsmorgni en lét það ekki stoppa mig í að klára lestur á Vetrargulrætum Rögnu Sigurðar. Dreif mig því næst í Samtún og pakkaði og pakkaði og keyrði svo smekkfullann bíl heim í Veghús. Eyddi laugardagskvöldi í að taka uppúr kössum og pokum og töskum og ganga frá. Já, og þvo mér um hendur, prentsvertuhendur.
Í morgun keyrði ég út úr bílakjallaranum með gleði í hjarta og bílinn fullann af tómum pappakössum sem ég fyllti í Samtúni. Um miðbik dagsins beilaði ég á yndislegri vinkonu sem var búin að bjóða mér á forsýningu í bíó í kvöld. Keyrði smekkfullann bíl heim í Veghús með grátbólgin augu. Í dag eru 12 ár síðan ég hitti Pétur fyrst. Veit ekki alveg hvort það var sú tilhugsun eða að fylgjast með Samtúninu hálftæmast sem ærði skilnaðarblúsinn upp í frúnni.
Hvort heldur sem er þá var ég döpur og meyr í dag, meyr og döpur og skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það.
föstudagur, 3. janúar 2020
Fésbúkurinn
er vinur í raun. Um leið og hann komst á snoðir um skilnað okkar Péturs hefur hann otað að mér ýmsum leiðum til að forðast eiginmanninn, sem á þessu ári mun löglega verða minn fyrrverandi. Ekki bara hefur hann boðist til þess að fela framtíðarstatusa frá Pétri, hann býðst líka til þess að fela allar minningar sem hafa eitthvað með Pétur að gera. Málið er bara að síðustu 12 ár af lífi mínu var ég sjúklega ástfangin af Pétri og reiðubúin til að leggja allt mitt líf að hans. Ef ég kysi að fela minningar síðustu 12 ára til að forðast hann, þá ætti ég engar minningar.
Þrátt fyrir skilnað, sem hvorki gerist af sjálfu sér né er með öllu sársaukalaus, þá á ég margar góðar og fallegar minningar með Pétri, minningar sem mig langar að muna þegar fram líða stundir.
Þrautgóður á raunastund fésbúkur já, en nei takk.
Þrátt fyrir skilnað, sem hvorki gerist af sjálfu sér né er með öllu sársaukalaus, þá á ég margar góðar og fallegar minningar með Pétri, minningar sem mig langar að muna þegar fram líða stundir.
Þrautgóður á raunastund fésbúkur já, en nei takk.
miðvikudagur, 1. janúar 2020
Á nýju ári
Þrátt fyrir nokkur heimboð frá fjölskyldu og vinum kvaddi ég gamla árið ein. Fagnaði því nýja líka ein. Heima hjá mér, með sjálfri mér, í nýju íbúðinni minni.
12 ára sambandi okkar Péturs er lokið. Korter í jól fékk ég nýju íbúðina mína afhenta, alls forvendis, átti ekki að gerast fyrr en um miðjan janúar. Skrifaði undir kaupsamning á föstudegi, fékk afhent á laugardegi, flutti á sunnudegi, eða þannig. Flutti svefnsófa, ruggustól ömmu Boggu, kommóðuna hennar mömmu og annað sem tilheyrði mér án þess að raska komandi jólum Péturs, langaði ekki neitt að skilja hann eftir með hálfa búslóð korter í aðfangadag með foreldrum sínum. Sjálf brunaði ég vestur í Kolbeinsstaðarhrepp eftir vinnu á aðfangadag til foreldra minna sem pökkuðu mér svo þétt í bómull að ég komst ekki úr náttfötunum á jóladag, umhyggja þeirra jaðraði við umhyggjuofbeldi, hafa hlustendur heyrt um slíkt?
Milli þess ég sem pakkaði ofan í kassa í Samtúni, vann í Melabúðinni, bar inn kassa í Veghúsi þá hvikaði ég hvergi frá því að vera sú manneskja sem ég er. Já, ég er hrædd. Já, ég veit ekkert hvað þetta ár ber í skauti sér. Já, ég er fegin að vera laus við hluti sem öngruðu mig mjög mikið en já, ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég á eftir að sakna Péturs og alls sem við áttum, eða áttum ekki, eða.... já, hver veit.
Eftir vinnu í gær drakk ég kaffibolla með systur minni. Drakk líka kaffibolla með bestu vinkonu minni. Kom heim til mín og eldaði humar, drakk doldið kampavín og fór svo að sofa rétt eftir miðnættið.
Í morgun drakk ég kaffi í rúminu og las í bók. Fór út í göngutúr. Í dag er nýr dagur og ég hef ekki hugmynd hvers er að vænta. Það er harla gott.
12 ára sambandi okkar Péturs er lokið. Korter í jól fékk ég nýju íbúðina mína afhenta, alls forvendis, átti ekki að gerast fyrr en um miðjan janúar. Skrifaði undir kaupsamning á föstudegi, fékk afhent á laugardegi, flutti á sunnudegi, eða þannig. Flutti svefnsófa, ruggustól ömmu Boggu, kommóðuna hennar mömmu og annað sem tilheyrði mér án þess að raska komandi jólum Péturs, langaði ekki neitt að skilja hann eftir með hálfa búslóð korter í aðfangadag með foreldrum sínum. Sjálf brunaði ég vestur í Kolbeinsstaðarhrepp eftir vinnu á aðfangadag til foreldra minna sem pökkuðu mér svo þétt í bómull að ég komst ekki úr náttfötunum á jóladag, umhyggja þeirra jaðraði við umhyggjuofbeldi, hafa hlustendur heyrt um slíkt?
Milli þess ég sem pakkaði ofan í kassa í Samtúni, vann í Melabúðinni, bar inn kassa í Veghúsi þá hvikaði ég hvergi frá því að vera sú manneskja sem ég er. Já, ég er hrædd. Já, ég veit ekkert hvað þetta ár ber í skauti sér. Já, ég er fegin að vera laus við hluti sem öngruðu mig mjög mikið en já, ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég á eftir að sakna Péturs og alls sem við áttum, eða áttum ekki, eða.... já, hver veit.
Eftir vinnu í gær drakk ég kaffibolla með systur minni. Drakk líka kaffibolla með bestu vinkonu minni. Kom heim til mín og eldaði humar, drakk doldið kampavín og fór svo að sofa rétt eftir miðnættið.
Í morgun drakk ég kaffi í rúminu og las í bók. Fór út í göngutúr. Í dag er nýr dagur og ég hef ekki hugmynd hvers er að vænta. Það er harla gott.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)