sagði ég við þann myndarlega er ég
kvaddi hann á BSÍ í argabýti gærdagsins. Lá svo í rúminu með sofandi köttinn
hjúfraðann upp við mig og reyndi að festa svefn sem kom í mýflugumynd rétt áður
en vekjaraklukkan skipaði mér aftur á lappir.
Í nótt keyrðu mamma og pabbi mig svo á
flugvöllinn. Sit núna í flugvél á leið til Berlínar. Hef aldrei áður pikkað á
tölvu í flugvél, er vön að lesa í bók. Er líka vön því að sitja ýmist í glugga-
eða miðjusæti en núna sit ég við gangveginn, sætið sem eiginmaðurinn með sína
löngu skanka er vanur að verma. Ekki slæmt get ég segja ykkur. Það skemmir
heldur ekki fyrir að ég er eina manneskjan í sætaröðinni minni en það hefur
aldrei hent mig áður.
Lögðum upp frá Íslandi í myrkri en sólin
er farin að brjótast fram úr skýjunum, búin að bergja á rauðgulum litbrigðum
við dökkbláan himinn og var að klára sítrónuteið. Ein á ferð og enn sem komið er virðist lukkan
með mér í för; rólegt að gera í KEF og rann í gegnum innritun og öryggistjékk,
kampavínið rann sömuleiðis ljúflega niður meðan ég beið eftir boarding sem
einnig rann áfram eins og vel smurt ganghjól.
Hvað við tekur í Berlín er ómögulegt að segja, kannski villist ég á lestarstöðinni og ramba inn í vitlausa lest eða fæ herfilegt herbergi á hótelinu með klóak lykt á baðherberginu. Eitt er víst, ævintýrið er rétt að hefjast og þessi pistill kemst ekki í loftið þó að ég sé í loftinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli