fimmtudagur, 21. júlí 2016

Súpufín súpa frá frú Matarkistu

Hér gefur að líta olíukraumandi lauk í potti (það er yfirleitt ágætis byrjun á eldamennsku)


Ein af ofurfæðunum mínum eru kartöflur (þýðir ekki ofurfæða annars einhvað sem er hrikalega gott?) svo ég henti þeim glöð í bragði ofaní pottin þar sem laukurinn kraumaði hvissandi


Gulrætur og sellerí voru næstar í olíubaðið, finnst bæði gott en þó ekki ofur gott eins og kartöflur, enda eru þær ein af ofurfæðunum mínum eins og þið kannski munið


Það átti víst líka að vera hvítlaukur þarna en ég steingleymdi honum. Mundi sem betur fer eftir Túrmerikinu


Mundi líka eftir því að sækja brauð í frystikistuna og að kveikja á ofninum, skvetti smá vatni á brauðið áður en ég skvetti því inní ofninn


Þessu næst skvetti skvettan (nú er ég auðvitað byrjuð að ýkja) kjúklingakrafti yfir grænmetisblönduna í pottinum. Eftir einhverja soðningu var það kókosmjólk sem var skvett saman við


Smátt skornu spínati blandað saman við alveg í restina, *hvítur pipar og örlítið salt notað til að bragðbæta og brauðin orðin klár í ofninum


stökt og gullinbrúnt og flott, enda vatnsskvett af skvettunni.
Sólarlaus rjómablíða og ekki til setunnar boðið en úti á verönd


Feðgarnir líka súpufínir. Og súpan já, mikil ósköp


*Gruna hana Sigurveigu vinkonu mína um hvít pipar blæti. Uppskrift fengin frá henni.

Engin ummæli: