Átti banana sem voru komnir á síðasta snúning og mig langaði ekki til að gera enn eitt bananabrauðið svo ég blandaði 175 gr af sykri, 175 gr af hveiti, tsk af lyftidufti, 1/2 tsk af matarsóda, 4 msk af kakódufti og 100 gr af súkkulaðibitum saman í skál
Stappaði bananana vel saman og dembi einu eggi saman við, eggi sem reyndist vera fúlegg. Alla mína daga! Hef heyrt um svoleiðis en aldrei lent í slíku sjálf. Þegar fúlegg ber undir er gott að luma á öðru setti af vel þroskuðum bönunum í frystikistunni
Frystikistubönunum skellt í afþiðnun í ofninn, stappað saman ásamt heilu ófúlu eggi og 2 eggjarauðum, 100 ml af ólífuolíu og 50 ml af mjólk hrært þvínæst saman við
Bananablöndu dembt útá þurrefnablöndu og öllu blandað vel saman
Eggjavítunum tveimur frá eggjarauðunum sem fóru í bananahræringinn voru stífhrærðar, helming blandað vel saman við alla hina hræruna og seinni helming blandað varlega saman við með sleif
Því næst skellt í smurt form enda nóg komið af hræringu. Blástur á 160 í kltíma og korter
Meðan kakan, sem ilmaði afar vel bara svo þið vitið það, kólnaði í forminu setti ég 100 gr af súkkulaði í skál ásamt 100 ml af sýrðum rjóma
Brætt yfir vatnsbaði og hrært vel í (þið hélduð þó ekki að konan væri hætt að hræra?). Þegar vel samanhrærð var blöndunni stungið inní ísskáp til kælingar þar til kremhæf
Þá var þeirri hræru sem orðin var að kremi, enda konan hætt að hræra, smurt yfir kalda kökuna og þurrkuðum bananabrotum fleygt í óreiðu yfir
og ekkert annað eftir en að hella uppá kaffi og njóta
Uppskrift fengin héðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli