þriðjudagur, 31. desember 2013

Gamlársglenna

Eftir þéttskipaða þriggja tíma vinnutörn á síðasta morgni ársins dreif ég mig í náttkjólinn er heim kom og rak karlinn í búð, sæta karlinn minn sem kom klyfjaður heim af snakki og rósum. Sæti dásamlegi karlinn minn sem nú dundar sér við uppvask og annað snurfus meðan ég lufsast enn á náttkjólnum. Ekki búin að velja kjól fyrir áramótaveislu kvöldsins. Húðlitaðar sokkabuxur verða væntanlega ekki fyrir valinu þetta árið


en ég gæti sett rós í hárið

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Farðu bara í rauðu sokkunum með rós í hárinu. Gleðilegt ár kæru vinir frá okkur Bróa.