fimmtudagur, 5. desember 2013

Kalt úti, hlýtt inni

Kom heim með rautt nef og hvíta putta. Með hakk og lauk í töskunni. Í skítakulda er enn frekari ástæða til að liggja utan í myndarlegum manni og þiggja yl ástarinnar. Myndarlegum manni sem gerir hakkabuff að dásemdarmáltíð. Sjónvarpsgláp og sófakúr í yl kertaljósa. Kalt úti, hlýtt inni.

Á morgunn á áfram að vera kalt. Við ætlum að ylja okkur við félagsskap fjölskyldu og vina, njóta veitinga og tónlistar. Fýra upp í hlýjunni í hjartanu. Halda sálinni heitri og kuldanum fyrir utan. Kalt úti, hlýtt inni.

3 ummæli:

Íris sagði...

Manni hlýnar í hjartanu við að lesa svona hlýja færslu.

Lífið í Árborg sagði...

Þið ættuð að halda námskeið í hvernig er best að halda á sér hita, og halda við ástarloganum. Þið eruð frábær.

Nafnlaus sagði...

Yndislega notalegt með kærri frá frú sveinku og bestimann