mánudagur, 9. september 2013

Sultuslök og sykursæt

Rumskaði í gærmorgun þegar myndarlegi maðurinn minn læddist fram úr rúminu. Opnaði augun við malið í kaffikvörninni. Stökk á fætur þegar síðustu droparnir hrundu niður í könnuna. Mætti þeim myndarlega í stiganum með rjúkandi kaffibolla. Auðsótt að fá aðstoð við súkkulaðikarlagerð


Auðsótt fyrir þann myndarlega að fá aðstoð Daneyjar þrátt fyrir að vera orðin menntaskóladama og síupptekin


Þrátt fyrir annríki við að tína ber, vigta ber, þvo krukkur, sjóða ber, demba sykri í pott, sigta berjasoð, kremja hrat, hella í krukkur og loka krukkum var líka tími til að njóta karlsins sem orðinn var að köku


enda þaulvanir og því sultuslakir sultugerðarmenn á ferð


3 ummæli:

Íris sagði...

Hljómar sem uppskrift af góðum degi :) Passið ykkur bara að verða ekki of sæt.

Frú Sigurbjörg sagði...

Ég lofa að borða sultuna ekki eintóma upp úr krukkunum.

Nafnlaus sagði...

Sæt og fínust. Kveðja frá okkur Bróa