sunnudagur, 22. september 2013

Hnúður með kind og kartöflupoka

 Kippti þessum hnúð upp úr garðinum í gær


og skar niður ásamt kartöflum, gulrótum, sætum kartöflum og lauk. Ýrði ólífuolíu og sáldraði salti og pipar yfir og skellti inni í ofn þar til það var farið að líta svona út


Borið fram með kindafille brúnað á báðum hliðum og skellt í ofn í 10 mínútur. Skolað niður með dágóðu rauðvíni í kartöflupoka frá Síle


Notið í félagsskap myndarlegs manns sem gerir allar máltíðir betri en aðrar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dásamlegar dekurrófur bæði tvö með kærri í bæinn frá okkur Bróa.