þriðjudagur, 3. september 2013

Tveggja mánaða helgi

Sofnaði á íslenskum tíma, vaknaði á Vilníus tíma. Hellti upp á kaffi, drakk kaffi. Heitur pottur og herðanudd. Fótsnyrting og rautt naglalakk. Lestur, Þjófur og hundar. Marilyn, ást og snakk. Nýbakað bananabrauð og bráðið smjör. Miðdegisverður á Borginni og brosandi foreldrar. Spenna og kvíði í bland við gleði. Rósir og rómantík


Helgi sem hófst í ágúst en lýkur í september.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gifting?!!!Jæja, mátti til með hjartans kveðju frá okkur Bróa

Frú Sigurbjörg sagði...

Nja, engin gifting á þessu ári, gleymdum alveg að skipuleggja þennan 7-9-13 dag með margra ára fyrirvara, eða hvað það nú var...