sunnudagur, 18. mars 2012

Þegar farið er í fjallgöngu

er skynsamlegt að vera með ábyrga, fimmtán ára systurdóttur með í för sem hefur samloku til skiptanna þegar skjólgóður nestisstaður er fundinn og þú uppgvötar, eftir að hafa boðið ábyrga unglingnum hluta af þínu nesti, að bakpokinn er svona léttur af því þú gleymdir samlokunum heima og ert bara búin að skrölta með Snickers á bakinu, sem reyndar gegnir veigamiklu hlutverki því eitt höfum við Daney á kristaltæru; fjallgöngur förum við ekki í án Snickers


Ýmislegt fleira eigum við sameiginlegt, fyrir utan að vera skyldar og svona, og ber þar helst að nefna að við hlæjum báðar hátt og dátt þegar e-r rennur beint á rassinn


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahahahahahahha :)
Vááááá - hvað ég get ímyndað mér hvað hefur verið skemmtilegt hjá ykkur :)

hahahahaha :)

Knús í hús :)
Mía

Íris sagði...

Þetta hefur greinilega verið góður dagur. Spurning um að þú íhugir ekki langar fjallgöngur án ábyrgrar 15 ára systurdóttur, einhver þarf að passa upp á að þú fáir að borða eitthvað annað en Snickers :) Kannski ég fari að prófa fjallgöngur fyrst að maður má hafa með sér Snickers

Frú Sigurbjörg sagði...

Snickers gerir fjallgöngurnar þess virði ; )