laugardagur, 10. mars 2012

Smá-mál

Sá myndarlegi þáði smá kaffi og vildi síðan fá skýringu á því hvað ég teldi smá kaffi þegar ég fyllti bollan hans



Það þykir mér smámunasemi yfir smá kaffi.

Kaffið var annars drukkið í stofunni innan um allt sem áður var í eldhúsinu, holinu og herbergi sem ekki er lengur til. Sá myndarlegi rífur upp parket og ber út á tún, rífur niður skáp og setur saman skúffur, stynur og blæs af vinnugleði.

E-n á eftir þegar ég nenni að leggja frá mér tölvuna og taka bífurnar af sófaborðinu ætla ég að nöldra um þessa óþolandi vinnugleði. Síðan mun ég hugsanlega hugsa um hvað ég eigi að gera en fyrst mun ég bregða þann myndarlega armlagi og láta vel af dugnaðarforkinum.

Þegar ég stend upp.

6 ummæli:

Íris sagði...

Mér finnst þetta ákaflega gott plan hjá þér :) Maðurinn þarf kaffi til að halda uppi vinnugleðinni, já og nóg af því og að sjálfsögðu slatta af faðmlögum, hrósi og hvatningu. Spurning hvort það sé ekki möguleiki að framkvæma þetta allt bara úr sófanum :)

Nafnlaus sagði...

ég myndi bara kalla á hann og faðma hann þegar hann kæmi í sófann :O) en þessa stundina er Bjössinn minn líka svona vinnusamur það er verið að flytja frá Hellu á Hvolsvöll :O) stóra siss

Nafnlaus sagði...

Skooo, einu sinni var allt hér í rusli eins og hjá ykkur í túnjaðrinum...og það var svoooo gaman og allt svoooo flott þegar verki lauk. Knúsaðu bara vinnumanninn eins og þú getur þá gengur allt mikið betur! Kærust í bæinn frá okkur Bróa.

Ragna sagði...

Það þrennt sem vinnumaðurinn þinn þarf mest á að halda er einmitt kaffið, knúsið og verkstjórinn í sófanum.
Alltaf svo spennandi tímar þegar svona stendur yfir, að ekki sé nú talað um gleðina þegar verki lýkur. Maður býður spenntur eftir myndum af árangrinum.
Kær kveðja til ykkar myndarlega vinnumannsins þíns.

Nafnlaus sagði...

Mín kæra, er ekki komið að myndatökum. Bíð spennt með kærri í bæinn frá okkur Bróa

Frú Sigurbjörg sagði...

Takk fyrir þessar flottu athugasemdir vinkonur; kaffi, faðmlög, hrós og sófinn verður í hávegum haft hér, best allt í bland : )