Sá myndarlegi tók sig til og skar niður baguettebrauð gærdagsins, vætti með ólífuolíu, raðaði gúmmelaði úr ísskápnum ofan á sneiðarnar og stakk inní ofn í dulitla stund. Nýtti þar með brauð, sem annars hefði endað sem rasp, í dásamlega kvöldmáltíð fyrir tvo
Sá myndarlegi er fantagóður kokkur og sérdeilis lunkinn í réttum sem hann sjálfur kýs að kalla því girnilega nafni; upp úr mér. Ég hins vegar hef meiri ánægju af að kokka eftir uppskrift. Eins og t.d. ostatertuna sem ég er að baka núna, hún er fengin úr Gestgjafanum, 8.tbl.2007. Ég vildi óska að ég hefði getað myndað fyrir ykkur dásamlegu lyktina af fínt möluðu Bastogne kexinu frá LU, blandað saman við sykurinn og smjörið, en því miður verður þessi lyktarlausa að duga
Mér stóð svo ekki á sama þegar aðalfyllingin fyllti upp í fatið. Hún lyktar reyndar líka voðalega vel en ég á eftir að bæta einu þynnra lagi við, og hún virðist ekkert vera að minnka í ofninum
Sjáum til, sjáum til.
6 ummæli:
Þú ærir mann með þessum girnilegu réttum Katla mín- Ég fer alltaf beint í ísskápinn að leita að einhverju girnilegu þar þegar ég er búin að skoða gúmmelaðið hjá þér á Fésinu. Þar er hinsvegar ekkert slíkt að finna.
fyrrihlutinn af þessari kominn í gang... http://thepioneerwoman.com/cooking/2010/01/mocha-silk-pie/
Ég er nokkuð viss um að gúmmelaði leynist oft í ísskápnum hjá þér Ragna mín. Ég þarf annars að fara að fá þig yfir í gúmmelaði við tækifæri...
Og jesús pétur og allar heilagar hvað ég væri til í gúmmelaðið þitt Hildigunnur! Hvernig gengur baksturinn?
heyrðu, ansi hreint vel! þetta var ekki smá gott en maður getur ekki borðað mikið af því í einu - vel sætt. Var ekki þín góð?
Maður heldur nú ekki vatni...... þvílíkar dásemdir
Jú Hildigunnur, hún er enn svaka góð, sætur botninn í bland við ferska lime- og engiferbragðið : Þ
Íris: : )
Skrifa ummæli