sunnudagur, 18. september 2011

Mér finnst rigningin góð

finnst mér skemmtilegt lag. Kannski af því mér finnst rigningin góð þó hún sé blaut. Þegar ég var unglingur fór ég stundum út mjög seint á kvöldin ef það var rigning, berfætt í uppáhaldsnáttfötunum mínum sem voru gömul herranáttföt. Labbaði hægt í Elliðaárdalnum og naut þess að fá rigninguna á mig í næturkyrrðinni og finna kalda, blauta steypuna undir fótum mér.Hugsanlegt að heill aldursmunur sé liðinn síðan ég gerði þetta síðast. Hugsanlegt að þetta sé ennþá skemmtilegt. Ég er bara yfirleitt sofnuð svona seint á kvöldin þó ég sé enn unglingur.

Núna er líka rok.


2 ummæli:

Íris sagði...

finnst þú ættir að skella þér ;)

Frú Sigurbjörg sagði...

Jaaaá, ekki út úr myndinni.