sunnudagur, 11. september 2011

Nenni ekki að finna nafn á þessa færslu

Eftir síðbúna hádegisverðarveislu með góðum gestum og ofáti drifum við myndarlegi okkur í framkvæmd innanhúss. Framkvæmd sem lengi hefur staðið til, tók ekki sérlega mikið á né krafðist mikilla tilfæringa, en breytir alveg heljarinnar heilmiklu. Og núna er ég löt. Heljarinnar húðlöt. Svo löt að ef ég væri ekki nýbúin að fjárfesta í fartölvu þá væri ég ekki að blogga núna. Svo löt að ég nenni ekki að setja inn myndir af kræsingum dagsins, ostakökunni sem ég byrjaði á í gær eða einfalda, lata pulsuréttinum sem ég nennti svo ekki að elda og dæmdist á þann myndarlega fyrir vikið. Svo löt að ég er þegar komin í rúmið þar sem ég er sannfærð um að ég er of löt til að nenna að hátta mig síðar í kvöld. Svo löt að ég er að íhuga að lesa bara á bókina hjá þeim myndarlega því ég er ekki viss um að nenna að halda á bókinni sem ég er að lesa.

Svo löt að ég nenni ekki að hamra meira á lyklaborðið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var að koma heim af spítalanum og er líka húðlöt. Las mig þó í gegnum síðustu skrif og fékk oft vatn í munninn. Hann er nebblega orðinn fínn og flottur! Kærust í kotið. Gulla Hestnes

Frú Sigurbjörg sagði...

Það eru góðar fréttir kæra Gulla. Vonandi fer nú vel um þig í kotinu.