Amma var búin að fylgja mörgum ástvinum sínum til grafar og ég veit að hún var sátt við að deyja. Ég er þakklát fyrir að amma fékk að fara fljótt og við fengum tíma til að kveðja.
En ég er líka sorgmædd. Það er erfitt að kveðja góða ömmu þó hún hafi verið níutíu ára gömul og södd lífdaga.
6 ummæli:
Ég samhryggist þér við fráfall ömmu þinnar.Kona sem hét Hallveig,hlýtur að hafa verið sterk kona. Kærleikskveðjur,Svanfríður.
Elsku fallega vinkona og fjölskylda!
Við vottum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk í sorginni...
Knús og kossar
Mía og Co,
Guðbjörg og co
Innilegar samúðarkveðjur
Takk kærlega Svanfríður, góður punktur með nafnið, amma mín var sterk og ákveðin kona, jafnvel baráttukona.
Það gæti Gugga kannski staðfest en hún vann með ömmu minni, áður en ég og dóttir hennar urðu bestu vinkonur í skóla. Elsku Mía og Gugga; knús og kossar og takk.
Íris, eins og þú sagðis sjálf í maí þegar þú kvaddir þína ömmu, þá er maður aldrei tilbúin þegar ástvinur kveður. Kærar þakkir fyrir kveðjuna.
Samhryggist innilega - láttu endilega vita ef ég get aðstoðað eitthvað í sambandi við jarðarförina.
Kærar þakkir Hildigunnur, ég er djúpt snortin af góðmennsku þinni.
Skrifa ummæli