þriðjudagur, 26. apríl 2011

Páskaeggjaafunda

Hef s.l. 5 ár ekki haft áhuga á að borða páskaeggin sem mér hafa verið færð. Hef hingað til ekki þurft að hafa áhyggjur, alltaf e-r til staðar til að "njóta" fyrir mig. Í ár ákváðum við myndarlegi að kaupa eitt páskaegg handa okkur, m.a. vegna þess að fyrirsjáanlegt væri að mitt myndi enda ofan í ístrubelg þess myndarlega. Ég ákvað þó að breyta til og valdi lakkrís páskaegg, enda lakgrís mikill og því jafnvel von um ég myndi nú herða upp páskahugann, og ráðast á súkkulaðið. Páskaeggið stendur enn óhreyft. Sá myndarlegi er svo veikur að hann hefur ekki lyst á lakkrís. Ég hef ekki lyst á páskaeggi. Sá veiki tuldrar að það komi páskar eftir þessa páska, en skv best fyrir höfum við rétt 2 mánuði til stefnu.

Ég gæti haft áhyggjur en kýs þess í stað að gúffa í mig klístrugum lakkrís sem ég keypti af tónskáldi. Sá veiki treður í sig panodil með malti. Spurning um að vera forsjál á næsta ári og kaupa páskaeggið eftir páska á niðursettu verði.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

uss manstu - opna eggið og fá sér pínu bita MEÐ lakkrísnum góða :D

Nafnlaus sagði...

já og batakveðjur til myndarlega mannsins!

Frú Sigurbjörg sagði...

Alveg rétt! Eins gott ég kláraði ekki lakkrísinn í gær, er viss um að þetta virkar : D
Skila kveðjunni!

Ragna sagði...

Ekki einu sinni búin að kíkja á málsháttinn???
Ég vona að sá myndarlegi komist fljótt á fætur aftur og taki til við að afgreiða páskaeggið.
Kær kveðja,

Frú Sigurbjörg sagði...

Sá myndarlegi er allur að braggast en páskaeggið enn óhreyft.