þriðjudagur, 28. desember 2010

Jóla hvað...

Fyrir jólin bakaði ég þrjár sortir af smákökum sem misheppnuðust allar. Myndarlegi maðurinn þráast við að narta í eina sortina og bjóða gestum uppá, en hinar tvær fóru nánast beina leið í safnhauginn. Við fórum því á stúfana og festum kaup á 2ja kg konfektkassa sem við annars vorum búin að ákveða að láta eiga sig að kaupa þessi jólin. Þegar heim var komið rifjaðist það upp fyrir okkur að Pétur fengi væntanlega sinn hefðbunda konfektkassa frá vinnustaðnum. Þegar hann svo ákvað að stinga þeim kassa í hólfið á orgelinu í gær til geymslu, fann hann kassann frá því í fyrra.

Eftir 243 unnar stundir í mánuðinum kom helgarfríið svo loksins. Jólin voru endemis yndisleg og frábær og góð með ást og ást og enn meiri ást. Enda þótt smákökurnar hafi klikkað, klikka ég aldrei á hinum eina, sanna jólastemmara


4 ummæli:

G. Pétur sagði...

Ekki skemmtilegt kommentakerfi, sérstaklega ekki kerfi sem étur öll gömlu kommentin og felur þau.

Kristín í París sagði...

Glatað að tapa kommentunum sínum. En mér finnst þetta nú allt í lagi, þannig lagað séð.

Nafnlaus sagði...

Þið eruð náttúrulega bara dásamleg, og ég segi enn og aftur, umbúðir hvað? Kærust kveðja í kotið. Gulla Hestnes

Frú Sigurbjörg sagði...

Líklega best að taka Frú Hestnes á þetta og segja bara umbúðir hvað?! Og hlusta einu sinni enn og aftur á Last Christmas.