miðvikudagur, 17. desember 2008

Jóla - jólajóla

Í gærkveldi voru jólatónleikar Söngskólans haldnir í Snorrabúð. Ég verð að viðurkenna það kom mér á óvart bæði hvað þeir voru skemmtilegir, og eins að það var troðið út úr dyrum. Ég söng ásamt 9 öðrum stúlkum ein 5 lög. Við köllumst víst nemendakór SR. Kórstjórnarnemar hafa fengið að spreyta sig á okkur á fimmtudagskvöldum það sem af er vetri, og í gær kom afreksturinn í ljós. Ég er hugsanlega ekki hlutdræg en við stóðum okkur vel. Altjént var þetta reglulega skemmtilegt.

Myndarlegi maðurinn svaraði há-degis-kalli dagsins og bauð mér í lönch á Kaffitár. Ég hallast að þeirri hugmynd að bloggið sé áhrifaríkur samskipta-máti við hann. Spurning hvað ég ætti að biðja um næst..

Engin ummæli: