mánudagur, 29. desember 2008

Gleði-leg jól

Ég hafði hugsað mér að smella jólakveðju hér inn fyrir afmælisdag J.C. en tölvuþörfinni hefur lítið sem ekkert verið sinnt síðustu daga. Lestrar- og letiþörfinni hefur hins vegar verið sinnt af natni og alúð. Uppáhalds jólasveinninn minn er búinn að dekra við mig með faðmlögum, tá-strokum, gullhömrum, mat, drykk og gjöfum yfir hátíðarnar. Kettinum hefur einnig verið spillt með athygli og mat. Við erum sum sé búin að hafa það afskaplega gott með myndarlega manninum og fallegu afkvæmunum hans. Höfum hugsað okkur að halda því áfram fram á nýja árið.

Engin ummæli: