Franska beikonið skreppur meira saman en það íslenska í ofninum og tíminn í Frakklandi er alveg jafn fljótur að líða og tíminn heima. Lífsins gátur og leyndardómar og allt hitt gúmmið, þar hafið þið það.
föstudagur, 2. júní 2023
Egg og beikon í morgunmat
Skurninn á frönskum eggjum er harðari en á þeim íslensku. Í ófá skiptin sem ég steiki egg, og ég steiki oft egg, þá lendi ég í tómu tjóni við að brjóta skurninn og enda of oft á því að sprengja rauðuna sem er meira en bagalegt þar sem sem rauðan er uppáhalds parturinn minn af egginu. Það liggur því í augum uppi að franskur skurn hljóti að vera harðari en íslenskur skurn. Nema frúin sé harðhentari heima á Íslandi, getur það verið? Og ef svo er þýðir það þá að frúin sé linhentari í Frakklandi? Get umhugsunarlaust sagt ykkur að ég kýs linsoðin egg fram yfir harðsoðin en einu eggin sem ég myndi hugsanlega fúlsa við eru hrá egg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli