Rúmir tveir sólarhringar síðan ég flutti til Parísar, borgarinnar sem ég hef margoft heimsótt og miklu oftar dreymt um að búa í. Hér hef ég ófá póstkort skrifað og sent og þrátt fyrir að þessi ferð sé frábrugðin að því leyti að vera flutningur en ekki frí þá er ég að sjálfsögðu þegar búin að skrifa nokkur póstkort.
Vippaði mér inn í Tabac til að kaupa frímerki og spurði afgreiðslumanninn á nokkuð góðri frönsku "parlez-vous francais? Jú, auðvita ætlaði ég að spyrja manninn hvort hann talaði ensku, en ekki frönsku, en í kjölfarið af þessu fórum við bæði að skellihlægja og áttum skemmtilegt samtal um frímerki, hvaðan ég er og frönsku kunnáttu mína, svo eitthvað sé nefnt, á frönsku!
Hver hefur svo sem ekki lent í því í útlöndum að vippa sér inn í búð og spyrja heimamanninn á bak við afgreiðsluborðið að því hvort hann tali sitt eigið tungumál? Ég bara spyr!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli