þriðjudagur, 26. júní 2018

Má hálfleikur ekki heita hlé?

Enginn á ferli á göngustígnum meðfram sjónum við Sæbraut nema ég og rokið. Fannst ég sjá álengdar tvær manneskjur við Sólfarið og gekk að því sem vísu að þar myndu erlendir ferðamenn vera á ferð. Við Sólfarið rakst ég samt bara á einn hettumáf svo líklega var þetta huldufólk sem ég sá. Huldufólk sem hefur drifið sig heim að horfa á þennan fótboltaleik sem er víst í sjónvarpinu. 

Á kaffi Haítí hitti ég Eldu vinkonu mína sem malaði stórann poka af dökkum baunum fyrir mig í 2 litla poka og gaf mér því næst fantagóðan og sterkan kapútsjínó. Elda hefur álíka áhuga á fótbolta og ég svo við áttum gott spjall ásamt því að reyna á frönskukunnáttu mína (og veitti ekki af).

Var að bíta í sítrónumakkarónu á Apótekinu. Er þessi leikur annars ekkert að verða búinn?

Engin ummæli: